Búið að opna veginn í Hvalvík.
Vegagerðin opnaði veginn í Hvalvík um sexleitið í dag þar sem skriða féll á veginn í dag. Verið er að hreinsa skriðuna af veginum og eins verður hreinsað upp í ræsi fyrir ofan veginn,en það er mikil vinna. Bændur á Melum segja mikla landsslagsbreytingu hafa orðið eftir þessi skriðuföll úr Árnesfjallinu fyrir ofan Hvalvík,bæði frá bæjum frá Melum að sjá og annarsstaðar. Eftir að Sverrir Guðbrandsson vegaverkstjóri og fréttamaður litlahjalla og fleiri,fóru að skoða í sjónauka upp skriðurnar í fjallinu,sést greinilega klakastykki í grjóti og skriðunum,þannig að skriðuföllin hafa getað byrjað vegna að klaki hafi sprengt allt fram.
Fleiri myndir munu nú birtast með þessari frétt sem myndatökumaður litlahjalla tók í dag af þessum miklu skriðuföllum í Árnesfjalli.