Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. ágúst 2014
Prenta
Bílslys í Reykjarfirði.
Bíll fór útaf á ellefta tímanum í morgun í Reykjarfirði rétt innan við Naustvík eða við Selvík,þar er blindhæð og beygja er í henni. Bíllinn fór tvær til þrjár veltur en lenti á hjólunum í sjónum,fimm manns voru í bílnum,allt útlendingar,engin alvarlega slasaður,en tveir með nokkrar rispur og einhverja áverka. Eva Sigurbjörnsdóttir á Hótel Djúpavík kom að slysinu og gat hlynnt að fólkinu þar til lögregla og sjúkrabíll komu á fettfang. Engin varúðarmerki eru á þessari blindhæð.