Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. ágúst 2014
Prenta
Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 11. til 18. ágúst 2014.
Umferð í liðinni viku gekk nokkuð vel fyrir sig í umdæminu þrátt fyrir að umferð hafi verið með meira móti,þó voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur innan bæjar á Ísafirði. Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu um var að ræða tvö minni háttar óhöpp og litlar skemmdir og síðan tvær bílveltur,önnur á Bíldudalsvegi í Fossfirði og hin á Örlygshafnarvegi í Patreksfirði. Í báðum þessum óhöppum var um erlenda ferðamenn að ræða,en sem betur fer ekki um slys á fólki,en báðar bifreiðar óökuhæfar og fjarlægðar af vettvangi með krana.
Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.