Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. nóvember 2014 Prenta

40 ára afmælisfagnaður Strandasólar

Hið nýja hús Strandasólar.
Hið nýja hús Strandasólar.

Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi á Ströndum fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður haldinn afmælisfagnaður og reisugildi á morgun laugardaginn 15. nóvember í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Nýtt merki Strandasólar verður einnig afhjúpað.

Afmælisfagnaðurinn og reisugildið hefst í nýja húsinu kl. 14:00 og er öllum velunnurum Strandasólar boðið að koma og fagna með okkur þessum merka áfanga og skoða nýja húsnæðið. Að því loknu verður haldið í félagsheimilið þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
Vefumsjón