Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2014
Prenta
Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 10 til 17.nóv.2014.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni innan bæjar á Ísafirði. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni,fyrra óhappið varð á Djúpvegi/ Steingrímsfjarðarheiði,þar varð minni háttar óhapp,þegar tvær bifreiðar mættust,seinna óhappið varð á Djúpvegi,þar ók bifreið á stein. Óhappið átti sér stað á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Ekki slys á fólki.
Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Þá vill lögregla minna gangandi og hjólandi vegfarendur að nota endurskinsmerki og reiðhjólamenn að nota viðeigandi öryggisbúnað og ökumenn að taka tillit þessara vegfarenda.