Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. desember 2014
Prenta
Rafmagnslaust er í hluta Árneshrepps.
Rafmagni var alltaf að slá út í nótt,veðri og mikilli sjáfarseltu er ástæðan. Rafmagn fór af hluta Árneshrepps í morgun um sexleitið,það er rafmagnslaust fyrir austan Trékyllisvík,það er í Ávíkunum og Kjörvogi og Gjögursvæðinu. Reynt verður að slá út rofa við Víganesafleggjar þegar hægt verður að komast þangað,þá fer Gjögur út,en þangað er loftlína sem slær út,en þá fá hinir bæirnir rafmagn aftur.