Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. desember 2014
Prenta
Stormur í nótt.
Veðurstofa Íslands spáir hvassviðri eða stormi í kvöld og nótt. Annars er spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra þessi í kvöld og á morgun: Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 18-25 og snjókoma seint í kvöld og hiti um frostmark. Snýst í mun hægari suðvestan átt með éljum undir morgun og kólnar, en ört vaxandi norðan átt vestantil annað kvöld.
Á miðvikudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en þurrt að mestu sunnanlands. Kalt í veðri.