Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. desember 2014
Prenta
Él en hægur vindur um hátíðarnar.
Sæmilegasta veður verður um hátíðarnar,einhver él við ströndina en yfirleitt hægur vindur. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra,í dag og næstu daga: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart, en él á annesjum. Frost 3 til 11 stig. Suðlæg átt 5-10 m/s með éljum síðdegis á morgun og hlýnandi veðri.
Veðurhorfur næstu daga: Á föstudag (annar í jólum):
Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og él. Vaxandi norðaustanátt og fer að snjóa N-til um kvöldið. Frost 0 til 10 stig, kaldast til landsins.
Á laugardag:
Minnkandi norðanátt. Él NA- til á landinu, en þurrt síðdegis. Léttskýjað S- og V- lands. Kalt í veðri.