Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. desember 2014
Prenta
Félagsvist var í gærkvöld.
Félagsvist var haldin í félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærkvöldi á vegum ungmannafélagsins Leifs Heppna. Spilakvöldið var nokkuð vel sótt. Sjoppa var í hléi,gos og annað. Spilað var á sjö borðum,voru því tuttugu og átta sem spiluðu. Tveir karlmenn spiluðu sem konur,Guðlaugur á Steinstúni og Davíð M Bjarnason,en hann fékk setuverðlaun sem kvenmaður,Sigursteinn í Litlu-Ávík fékk setuverðlaun sem karlmaður. Þeyr sátu sjö sinnum við sama borð. Aðalverðlaun fengu hjónin Úlfar og Oddný á Krossnesi.