Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. janúar 2015

Svarar ekki neyðarkalli bænda.

Refur á Vestfjörðum.Mynd Rúnar Karlsson.
Refur á Vestfjörðum.Mynd Rúnar Karlsson.

Sauðfjár­rækt­ar­fé­lög­in í Stranda­sýslu sendu Sig­urði Inga Jó­hanns­syni,land­búnaðar- og um­hverf­is­ráðherra,neyðarkall í maí í fyrra.

Til­efnið var að þann 1. júlí 2014 voru liðin 20 ár frá því að rík­is­valdið alfriðaði refi á 580 fer­kíló­metra svæði á Horn­strönd­um í óþökk ná­granna­byggða og án und­an­geng­inna rann­sókna á líf­ríki svæðis­ins. Ekki hef­ur enn borist svar við neyðarkall­inu,að sögn Guðbrands Sverris­son­ar,for­manns Sauðfjár­rækt­ar­fé­lags Kaldr­ana­nes­hrepps.

Í  Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að meðal ann­ars  var skorað á ráðherr­ann


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. janúar 2015

Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2014.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflug til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflug til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.

Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2014 frá Isavia.ohf. Aukning varð á farþegafjölda á Gjögur á liðnu ári um 50,68%,farþegafjöldinn var 220 á móti 146 árið 2013. Þarna er átt við bæði komufarþega og brottfarafarþega. Vöru og póstflutningar minkuðu hins vegar á liðnu ári um 2.514 kg,var 17.208 kg í fyrra á móti 19.722 kg árið 2013. Lendingar og flugtök á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 168, enn árið 2013 172. Sjúkraflug voru fjögur á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það fimmta árið í röð. En slíkt fyrirkomulag


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. janúar 2015

Leiðrétting vegna snjómoksturs.

Eins og fram kom hér á vef litlahjalla,um snjómokstur norður í Árneshrepp 20.janúar,var sagt að sveitarfélagið Árneshreppur hafi þurft að taka þátt í þeim snjómokstri,enn það er ekki rétt. Jón Hörður Elíasson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar hafði samband við vefinn og bað um leiðréttingu vegna þessarar fréttar. Staðreyndin er að Árneshreppur þurfti ekki að taka þátt í kosnaði á þessum mokstri,og hefur ekki þurft þess við neinn mokstur norður undanfarin ár,allur mokstur er á kosnað Vegagerðarinnar. Nú


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. janúar 2015

Tækjamót fyrirhugað í Trékyllisvík.

Séð til Drangajökuls mynd litlihjalli.
Séð til Drangajökuls mynd litlihjalli.

Tækjamót SL 2015 verður haldið á Ströndum föstudag 20. til sunnudags 22. mars. 2015:  Mörg ár eru síðan tækjamót hefur verið haldið á Vestfjörðum og því gott tilefni til að láta reyna á tækin í þeirri vetrarparadís sem Vestfirðirnir eru. Tækjamótin eru með hefðbundnu sniði en heimamenn munu sjá um leiðsögu til dæmis á Drangajökul en endanlegt ferðaplan mun að sjálfsögðu taka mið af veðri og færð. Upplýsingar um valkosti í gistingu munu berast snemma


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2015

Bókakaffi í félagsheimilinu.

Frá upplestri í gærkvöld.
Frá upplestri í gærkvöld.
1 af 2

Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla héldu bókakaffi í félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærkvöldi. Þar lásu nemendur og starfsfólk skólans upp úr nýjum bókum,og fóru með ljóð. Skemmtunin hófst klukkan 21:00 í gærkvöld,veglegir bókavinningar voru í boði í happdrætti,og léttar veitingar voru. Allur ágóði


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. janúar 2015

Opnað í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.Myndasafn.
Frá snjómokstri.Myndasafn.
1 af 2

Verið er að opna norður nú í morgun,Hólmavík – Norðurfjörður. Þetta er aukaopnun því ýmsir þurfa að komast um veginn,eins og læknir í heilsuselið á Norðurfirði og menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavik í smá verkefni. Ekki er vitað annað en sveitarfélagið Árneshreppur verði


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. janúar 2015

Stefnumótunarfundur á Hólmavík miðvikudag kl. 15:00.

Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Nú stendur yfir vinna að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Búið er að halda tvo fundi, á Patreksfirði og Ísafirði, og framundan er fundur á Hólmavík sem fresta þurfti í síðustu viku. Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Um er að ræða opinn fund sem öllum er heimilt að mæta á og taka þátt í vinnunni. Uppkast að Sóknaráætluninni verður svo birt á vefnum í framhaldinu og þá verður einnig hægt að gera athugasemdir og koma með tillögur. Fundurinn stendur að hámarki í þrjá tíma og kaffi verður á boðstólum í hléi.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. janúar 2015

Úrkoman var 836,7 mm árið 2014.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 836,7 mm á liðnu ári 2014. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Þrívegis fór úrkoman 2014 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í júlí (124,6 mm) í október (134,2 mm) og í desember (117,2 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2014 var í maí (24,9 mm). Úrkoman var því 128,7 mm meiri en árið 2013.

Hér fara á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2014:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. janúar 2015

Skírsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá.
Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá.

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skírslu sinni. Ítarleg umfjöllun er um styrkingu flutnings- og dreifikerfisins á Vestfjörðum ásamt möguleikum á uppbyggingu virkjanakosta í héraði. Fram kemur í skírslunni að almennt hafi bilunum á línum á Vestfjörðum farið fækkandi síðan 2009.

Á síðustu misserum hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis raforku á Vestfjörðum. Endurbætur voru gerðar á


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. janúar 2015

Útsvarsprósentur 2015.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar.

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2015. Meðalútsvarið verður óbreytt þ.e. 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 57 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar.

Þess ber að geta að hluti útsvarsins rennur beint til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem síðan útdeilir því aftur til sveitarfélaga eftir sérstökum reglum sem sjóðurinn setur. Það sem jöfnunarsjóðurinn fær er annars vegar 0,77%


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Tekin grunnur 22-08-08.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Axelshús Gjögri-05-07-2004.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
Vefumsjón