Farþega og vöruflutningar á Gjögur árið 2014.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2014 frá Isavia.ohf. Aukning varð á farþegafjölda á Gjögur á liðnu ári um 50,68%,farþegafjöldinn var 220 á móti 146 árið 2013. Þarna er átt við bæði komufarþega og brottfarafarþega. Vöru og póstflutningar minkuðu hins vegar á liðnu ári um 2.514 kg,var 17.208 kg í fyrra á móti 19.722 kg árið 2013. Lendingar og flugtök á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 168, enn árið 2013 172. Sjúkraflug voru fjögur á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það fimmta árið í röð. En slíkt fyrirkomulag
Meira