Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015

Snjókoma og hvassviðri í dag.

Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.
Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.

Nú er slæmt veður á Ströndum,hvassviðri með talsverðri snjókomu og veður fer hratt kólnandi eftir því sem líður á vikuna. Flugi hefur verið aflýst til Gjögurs í dag,en athugað verður með flug þangað á morgun,og er þá mun betri veðurspá fyrir þetta svæði hér,og enn betra á laugadaginn þegar tilstendur að halda þorrablótið hér í Árneshreppi,enn á sunnudag á veður að versna mikið með hvassviðri eða stormi. Annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands:

Strandir og Norðurland vestra í dag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015

Ný þjónusta hjá Orkubúinu.

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is

Vegna landfræðilegra aðstæðna á Vestfjörðum er mjög erfitt að koma í veg fyrir að truflanir eigi sér stað í flutnings- og dreifikerfi Orkubúsins. Orkubúið hefur á undanförnum árum verið að bæta til muna miðlun upplýsinga þegar truflanir verða, sem snerta viðskiptavini þess.

Nú hefur verið settur upp póstlisti fyrir tilkynningar. Þeir sem skrá sig á póstlistann fá sendar tilkynningar í tölvupósti um leið og þær eru birtar á vefsvæði Orkubúsins.

Einnig hefur verið bætt ferlið við birtingu tilkynninga á vefsvæði og Facebook síðu Orkubúsins til að þær berist til sem flestra á sem skemmstum tíma.

Viðskiptavinir Orkubúsins geta nú valið með hvaða hætti þeir fá upplýsingar þegar truflanir


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2015

Mokað innansveitar.

Frá snjómokstri í Urðunum.
Frá snjómokstri í Urðunum.

Vegagerðin er að moka innansveitar núna,frá Gjögri til Norðurfjarðar,talsverður þæfingur er eftir talsverða snjókomu frá því í gærkvöldi og núna fram á morgun. Nú er hiti komin yfir frostmark í morgunsárið og skúrir,en mun kólna aftur á morgun. Frá Gjögri til Djúpavíkur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2015

Reynt í annað sinn að halda þorrablót.

Þorrablót var síðast haldið 2010.
Þorrablót var síðast haldið 2010.

Þorrablótið sem átti að halda fjórtánda verður nú haldið að öllu forfallalausu laugardaginn 21.febrúar. Þorramaturinn er kominn og veðurútlit sæmilegt. Þorrablótið mun hefjast klukkan átta (kl:20:00). Allir sem vilja geta troðið upp og verið með skemmtiatriði. Nærsveitungar og aðrir eru velkomnir. Fimm ár eru nú


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2015

Vegagerðin hreinsar veginn norður í Árneshrepp.

Talsvert grjóthrun var í leysingunum fyrir nokkrum dögum. Myndasafn.
Talsvert grjóthrun var í leysingunum fyrir nokkrum dögum. Myndasafn.

Vegagerðin byrjaði að hreinsa veginn norður í Árneshrepp í morgun."að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík er bíll með tönn að hreinsa grjót í Kaldbaksvíkurkleif og Veiðileysukleif,en talverður grjótsalli er í þessum kleifum. Einnig er tæki norðanmegin frá að hreinsa snjó sunnan megin í Veiðileysuhálsi frá Bæjarám sunnanverðu í hálsinum,einnig er verið að athuga með vegaskemmdir á veginum norður eftir leysingarnar í daginn að sögn Sverris,en engin tími hefur gefist í það fyrr vegna vegaskemmdanna sitt hvoru megin við Hólmavík., einnig segir Sverrir að vegurinn verði merktur opinberlega fær á vegakorti Vegagerðarinnar um eða eftir hádegið;.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

Þorrablóti frestað.

Þorrablótinu frestað um viku.
Þorrablótinu frestað um viku.

Það tilkynnist hér með að hinu fyrirhugaða þorrablóti sem átti að halda í félagsheimilinu í Árneshreppi laugardaginn næstkomandi hefur verið frestað um viku. Ástæðan er að sending á þorramat sem átti að koma frá fyrirtæki að sunnan klikkði og síðan er mjög  vond veðurspá fyrir helgina. Nánar verður tilkynnt um hér á vefnum ef reynt verður


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

Til stendur að halda þorrablót.

Hefðbundinn þorramatur verður á boðstólum.
Hefðbundinn þorramatur verður á boðstólum.

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi ætlar að standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu í Trékyllisvík næstkomandi laugardag 14 febrúar og hefst það klukkan 20:00. Hefðbundinn þorramatur verður á boðstólum. Öllum er frjálst að troða upp og vera með skemmtiatriði. Heyrst hefur að fólk ætli að koma utanað landi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2015

Tókst að fljúga á Gjögur í dag.

Flug tókst á Gjögur í dag,síðast var flogið 2. febrúar.
Flug tókst á Gjögur í dag,síðast var flogið 2. febrúar.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga á Gjögur í dag. Vörur og nauðsynjar komu í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Ekki hefur verið flogið á Gjögur síðan mánudaginn 2.febrúar,og var því ýmislegt farið að vanta í verslunina. Einnig kom níu daga póstur,en póstur kemur tvisvar í viku þegar flogið er. Næsta áætlunarflug er á morgun


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2015

Ekkert flogið í viku.

Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugvél á Gjögurflugvelli.

Ekki hefur verið hægt að fljúga á Gjögur í viku,en síðast var flogið á mánudaginn 2 febrúar vegna veðurs,mikið hvassviðri hefur verið og eða stormur af suðvestri. Flugfélagið Ernir eru búnir að aflýsa flugi til Gjögurs í dag. Ekki lítur neitt út fyrir flugveður fyrr en á fimmtudag. Nú er að gæta mjólkurskorts í útibúi


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2015

Rok og miklar kviður.

Sjóinn skefur í storminum.
Sjóinn skefur í storminum.

Suðvestanáttin hefur verið þrálát nú síðustu daga. Í gærkvöld og í nótt og fram undir hádegið var hvassast,en nú um hádegið dróg úr vindi talsvert í bili,en áfram á að vera hvassviðri eða stormur. Klukkan sex í morgun voru 28 m/s og upp í 42 m/s í kviðum. En nú á hádegi var jafnavindur komin niður í 19 m/s á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Gífurleg hálka er á vegum og tún mjög svelluð,þótt talsvert hafi tekið upp. Ílla lítur út með flug


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Húsið 29-10-08.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
Vefumsjón