Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015

Ernir komu á 19 sæta vél á Gjögur í dag í fyrsta sinn.

Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu í dag fyrir hádegið á Gjögur og komu í fyrsta skipti á 19 sæta vél sinni sem er Jetstream 32. og ber einkennisstafina TF-ORC. Flugmennirnir létu mjög vel af því að lenda á Gjögurflugvelli enda flugbrautin freðin og væri sem malbikuð. Þeir reikna ekki með að hægt væri að lenda þessari vél á Gjögri á meðan frost væri að fara úr brautinni og brautin þíð.

Ekki er vitað annað en að átta sæta flugvélin frá Mýflugi byrji aftur að fljúga fyrir Erni á Gjögur eftir um tíu daga til hálfan mánuð,en Mýflug hefur séð um flug fyrir Erni marga undanfarna vetra. Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015

Erfitt með sam­göng­ur norður í Árnes­hrepp.

Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.
Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.

Frá áramótum hafa flug­sam­göng­ur gengið erfiðlega norður í Árnes­hrepp á Ströndum og oft hefur þurft að fresta eða aflýsa flugi.

Í umfjöllun um sam­göngu­mál Stranda­manna í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, markaðsstjóri Ern­is, að frá ára­mót­um hafi tíðarfarið verið ein­stak­lega erfitt. Í gær þurfti að fresta flugi til dags­ins í dag þar sem brem­u­skil­yrði voru ófull­nægj­andi á flug­vell­in­um á Gjögri.

Ásgeir seg­ir að í vet­ur hafi þessu flugi verið sinnt með flug­vél frá Mý­flugi með sæti fyr­ir átta farþega. Í vik­unni hafi komið upp milli­bils­ástand og Mý­flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Forsala miða á árshátíð.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Forsala miða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 28.febrúar  í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi og hefst klukkan 14:00 og stendur yfir í tvær stundir. Að sjálfsögðu verður posi á staðnum. Árshátíðin verður haldin á sama stað laugardaginn 7. mars.

Miðaverð á árshátíðina er 8.500 kr. Félagar eru hvattir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Veðrið á áætlun,en flugi aflýst.

Norðanveðrið skall á um hádegið.
Norðanveðrið skall á um hádegið.

Nú er norðanáttin skollin á hér á Ströndum,alveg eftir spá Veðurstofunnar í morgun,að norðanáttin mundi skella á um hádegi,en seinna en spáin sagði til um í gær. Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var komin norðan 17 til 20 m/s á hádegi með snjókomu. Flugi hefur að sjálfsögðu verið aflýst á Gjögur.

Veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2015

Spáð hvassviðri eða stormi.

Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti.
Vindaspá Veðurstofunnar á miðnætti.

Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan og austan 10-18 m/s, en 18-25 með skafrenningi eða snjókomu síðdegis, hvassast á annesjum. Snýst í sunnan 8-13 með éljum í nótt, en gengur í norðvestan 15-23 með snjókomu seint á morgun.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2015

Vindhraðamælir V.Í á Gjögurflugvelli bilaður.

Skipt var um vindhraðamæli í Litlu-Ávik þann 23.september 2014. og þá einnig um legu í sjálfvirkamælinum á Gjögurflugvelli.
Skipt var um vindhraðamæli í Litlu-Ávik þann 23.september 2014. og þá einnig um legu í sjálfvirkamælinum á Gjögurflugvelli.

Á fimmtudaginn var eða þann 19. febrúar var Vindhraðamælir,sjálfvirki mælirinn fyrir Veðurstofu Íslands á Gjögurflugvelli ekki farin að sýna réttan vindstyrk og núna í dag 23.var farið að heyrast mikið í honum,og greinilegt að lega er að fara í mælinum,vindstefna,hitastig,rakstig og loftvog virka rétt. Nú eru bæði flugvallarvörður á Gjögurflugvelli og veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík,búin að tilkynna þetta til Veðurstofu,því nú er búið að ganga úr skugga um það að vindhraði er ekki réttur þarna miðað við vindmæla á þeim stöðum þótt einhver munur sé yfirleitt. En lega sem er biluð í sambyggða mælinum dregur úr að vindmælirinn sýni réttan hraða. Sjófarendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2015

Frá þorrablótinu í Árneshreppi í gær.

Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
1 af 8

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi stóð fyrir þorrablóti í gær laugardaginn 21. febrúar með glæsibrag,enn fimm áru eru síðan þorrablót var haldið í Árneshreppi. Það má segja að þetta rétt kallist þorrablót en ekki góufagnaður,en góa byrjaði í dag 22.febrúar. Á þorrablótinu voru eingöngu hreppsbúar en ekkert aðkomufólk,nema nokkur skólabörn sem voru í heimsókn hjá sínum fjölskyldum,en mikið er um frí í skólum núna. Þorramaturinn frá SS þótti mjög góður,og látið vel að honum. Við erum svo heppin núna að hafa góðan harmonikkuleikara í hreppnum,sem er Linda Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum,sem lék undir fjöldasöng,enda mikið af góðu söngfólki í hreppnum. Börnin sungu líka fyrir


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. febrúar 2015

Flugi aflýst.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Ernir hafa nú aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs eins og í gær,en þá var réttur áætlunardagur með flug þangað. Það er snjókoma og mikið dimmviðri. Athugað verður með flug


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015

Snjókoma og hvassviðri í dag.

Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.
Litla-Ávík.Talsverð snjókoma. Myndin tekin um kl:11:00.

Nú er slæmt veður á Ströndum,hvassviðri með talsverðri snjókomu og veður fer hratt kólnandi eftir því sem líður á vikuna. Flugi hefur verið aflýst til Gjögurs í dag,en athugað verður með flug þangað á morgun,og er þá mun betri veðurspá fyrir þetta svæði hér,og enn betra á laugadaginn þegar tilstendur að halda þorrablótið hér í Árneshreppi,enn á sunnudag á veður að versna mikið með hvassviðri eða stormi. Annars er veðurspáin hér frá Veðurstofu Íslands:

Strandir og Norðurland vestra í dag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2015

Ný þjónusta hjá Orkubúinu.

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.Mynd BB.is

Vegna landfræðilegra aðstæðna á Vestfjörðum er mjög erfitt að koma í veg fyrir að truflanir eigi sér stað í flutnings- og dreifikerfi Orkubúsins. Orkubúið hefur á undanförnum árum verið að bæta til muna miðlun upplýsinga þegar truflanir verða, sem snerta viðskiptavini þess.

Nú hefur verið settur upp póstlisti fyrir tilkynningar. Þeir sem skrá sig á póstlistann fá sendar tilkynningar í tölvupósti um leið og þær eru birtar á vefsvæði Orkubúsins.

Einnig hefur verið bætt ferlið við birtingu tilkynninga á vefsvæði og Facebook síðu Orkubúsins til að þær berist til sem flestra á sem skemmstum tíma.

Viðskiptavinir Orkubúsins geta nú valið með hvaða hætti þeir fá upplýsingar þegar truflanir


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Hrafn -og systkinin Guðbjörg og Guðmundur.22-08-08.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
Vefumsjón