Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. febrúar 2015 Prenta

Frá þorrablótinu í Árneshreppi í gær.

Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
Linda spilaði fyrir fjöldasöng og hélt uppi stuðinu með harmonikkuleik.
1 af 8

Sauðfjárræktarfélagið Von í Árneshreppi stóð fyrir þorrablóti í gær laugardaginn 21. febrúar með glæsibrag,enn fimm áru eru síðan þorrablót var haldið í Árneshreppi. Það má segja að þetta rétt kallist þorrablót en ekki góufagnaður,en góa byrjaði í dag 22.febrúar. Á þorrablótinu voru eingöngu hreppsbúar en ekkert aðkomufólk,nema nokkur skólabörn sem voru í heimsókn hjá sínum fjölskyldum,en mikið er um frí í skólum núna. Þorramaturinn frá SS þótti mjög góður,og látið vel að honum. Við erum svo heppin núna að hafa góðan harmonikkuleikara í hreppnum,sem er Linda Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum,sem lék undir fjöldasöng,enda mikið af góðu söngfólki í hreppnum. Börnin sungu líka fyrir fullorðna fólkið. Jón Guðbjörn fór með sögur af nafna sínum og frænda,Jóni Magnússyni landpósti,frá Litlu-Ávík og hjáleigunni Hjalla þar og síðast var hann á Gjögri. En var sagður oft hafa hestinn Rauð með í póstferðum en teymdi hann yfirleitt,en bar sjálfur pokana á bakinu til að hvíla hestinn.
Vefurinn óskar öllum konum til hamingju með daginn í dag. !Konudaginn.
 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón