Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015 Prenta

Erfitt með sam­göng­ur norður í Árnes­hrepp.

Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.
Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.

Frá áramótum hafa flug­sam­göng­ur gengið erfiðlega norður í Árnes­hrepp á Ströndum og oft hefur þurft að fresta eða aflýsa flugi.

Í umfjöllun um sam­göngu­mál Stranda­manna í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, markaðsstjóri Ern­is, að frá ára­mót­um hafi tíðarfarið verið ein­stak­lega erfitt. Í gær þurfti að fresta flugi til dags­ins í dag þar sem brem­u­skil­yrði voru ófull­nægj­andi á flug­vell­in­um á Gjögri.

Ásgeir seg­ir að í vet­ur hafi þessu flugi verið sinnt með flug­vél frá Mý­flugi með sæti fyr­ir átta farþega. Í vik­unni hafi komið upp milli­bils­ástand og Mý­flug geti ekki sinnt þessu flugi út vet­ur­inn. Því hafi verið leitað annarra leiða og niðurstaðan sé sú að þessu flugi verði að mestu sinnt með 19 farþega vél­um Ern­is á næst­unni. Frá þessu er greint á MBL.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
Vefumsjón