Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2015

Viðhraðamælirinn kominn í lag á Gjögurflugvelli.

Sjálfvirkaveðurstöð Veðurstofu Íslands er á þaki flugstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirkaveðurstöð Veðurstofu Íslands er á þaki flugstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Í dag kom Jón Bjarni Friðriksson tæknimaður í mælum frá Veðurstofu Íslands,með áætlunarvél Ernis á Gjögur til að skipta um vindhraðamæli sjálfvirku veðurstöðvarinnar sem er á flugstöðvabyggingunni. Hann var talinn ekki farinn að sýna réttan vindhraða frá 19. febrúar síðastliðinn,en síðan lognaðist hann alveg útaf. Nú í dag um miðjan dag var skipt um mælinn og fyrsta veðurskeyti barst klukkan 17:00.og þá sýndi mælirinn réttan vindhraða og vindstefnu,reyndar var vindstefnan í lagi áður en mælirinn datt alveg út. Nú sendir sjálfvirka stöð Veðurstofu Íslands á Gjögurflugvelli allt rétt. Mannaða stöð


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2015

Vel heppnað tækjamót á Ströndum.

Snjósleðar og bílar í leiðangri. Mynd Guðbrandur Örn Arnarson.
Snjósleðar og bílar í leiðangri. Mynd Guðbrandur Örn Arnarson.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu saman á Ströndum um helgina 20. til 22. á tækjamóti félagsins. Létu sveitir reyna á tæki og þekkingu í erfiðum vetraraðstæðum. Tjölduðu sveitir öllu sínu fínasta og mættu á yfir hundrað vélsleðum, hálfu hundraði jeppa og síðan handfylli fjórhjóla, snjóbíla og snjótroðara. Aðstæður voru með besta móti, hífandi rok og blanka logn, svarta þoka og heiðskírt til skiptis um helgina. Voru þetta því kjöraðstæður til að rifja upp þekkingu í rötun jafnt sem akstri og mátti sjá reynslubolta þjálfa all marga nýliða í því að kljást við brekkur og snjó. M.a. var farið á Drangajökul og voru hópar vélsleðamanna sendir á Hornstrandir til að huga að neyðarskýlum. Það var að sjálfsögðu gert með leyfi Umhverfisstofnunar enda svæðið friðlýst. Í ljós kom að nokkrar skemmdir hafa orðið á neyðarkýlum á þessu svæði í því veðri sem verið hefur í vetur og að huga þarf að viðgerðum.

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. mars 2015

Þyrla sækir slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í Djúpavík. Mynd Eva Sigurbjörnsdóttir.
Þyrla Landhelgisgæslunnar í Djúpavík. Mynd Eva Sigurbjörnsdóttir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór rétt fyrir klukkan þrjú í gær í loftið til að sækja slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum. Hinn slasaði er ekki í lífshættu en engu að síður var það mat þyrlulæknis að nauðsynlegt væri að sækja manninn. 

Áætlað var að þyrlan yrði komin á vettvang innan klukkustundar. Veðuraðstæður á staðnum voru ágætar. 

Frétt uppfærð:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. mars 2015

Sex álftir á Ávíkinni.

Álftirnar við Ávíkurána.
Álftirnar við Ávíkurána.
1 af 2

Fjórar eða sex álftir hafa verið á Ávíkinni annað slagið og eru komnar fyrir nokkru. Þetta er alltaf viss vorboði þegar álfirnar eru mættar. Það var engu líkara en þær hafi komið í morgun til myndatöku,því þegar var búið að taka myndir af þeim,flugu þrjár þeirra upp á tún.

Í Frjálsa alfræðiritinu segir: Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum  yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. mars 2015

Nýir vertar við Kaffi Norðurfjörð.

Sara og Lovísa munu sjá um Kaffi Norðurfjörð í sumar.
Sara og Lovísa munu sjá um Kaffi Norðurfjörð í sumar.
1 af 2

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur ráðið nýja rekstraraðila fyrir Kaffi Norðurfjörð,það eru þær Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes sem urðu fyrir valinu. Þær fengu hin bestu meðmæli og hafa mikla starfsreynslu í veitingageiranum,og sem sjálfstætt starfandi. Þær koma af höfuðborgarsvæðinu.

Þær vinkonur og stöllur segast hlakka til að takast á við þetta nía verkefni í sumar. „Við höfum margra ára reynslu af þjónustu og brennandi áhuga á matargerð. Hlökkum mikið til að takast á við þetta krefjandi verkefni á þessum fallegasta stað landsins. Við ætlum að bjóða upp á  heimilslegan mat úr góðu íslensku hráefni helst úr sveitinni. Það liggur fyrir  að staðurinn þjónusti ferðamenn og að sjálfsögðu einnig fólkið sem býr í Árneshreppi. Við ætlum


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. mars 2015

Ómskoðun í Árneshreppi.

Guðbrandur við ómskoðun.
Guðbrandur við ómskoðun.
1 af 2

Í gær og í dag er verið að ómskoða fé hjá bændum í Árneshreppi. Flestir bændur í Árneshreppi láta telja fósturvísa í ám sínum til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt,í vor í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar tengjast


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2015

Tveir bátar verða á grásleppuveiðum.

Sædís ÍS-67.
Sædís ÍS-67.
1 af 2

Aðeins tveir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði þessa grásleppuvertíð. Hinn vel þekkti Reimar Vilmundarson kom á sínum bát Sædísi ÍS-67 þann 18. mars og lagði strax þann 20. Nokkur ár eru síðan Reimar hefur verið á grásleppu frá Norðurfirði. Hinn báturinn er Snorri ST-24. sem Jón Eiríksson í Nátthaga við Víganes gerir út,hann mun ætla að leggja í næstu viku. En Jón lagði hákarlalóðir fyrir nokkru. Ekkert er verkað á Norðurfirði en öllu keyrt í burtu. Í dag er komin skammvinn norðan bræla.

Á vorjafndægri


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2015

Tækjamótið í Trékyllisvík.

Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
1 af 2

Nú í dag eru björgunarsveitir víða af landinu að koma á Tækjamótið í Trékyllisvík,en einhverjar deildir komu í gær. Reiknað er með að komi hátt í þrjú hundruð manns á um 50 til 60 bílum,og með 70 snjósleða. Einnig koma 4 snjóbílar og sex fjórhjól eru skráð. Fólksfjöldi í Árneshreppi mun margfaldast um helgina. Ferðin norður á Strandir hefst á morgun á Eyrarhálsi og keyrt á bílum til Ófeigsfjarðar og eða á vélsleðum,farið verður á Drangajökul.

Á verkefnalista á tildæmis að fara norður í Furufjörð á Ströndum og setja skýlið sem fauk þar af grunni á dögunum,en er mikið til heilt,á grunninn aftur. Einnig verður farið í Bolungarvík á Ströndum og athuga þar með foktjón og loka ef eitthvað er opið,en vitað er um eitthvert foktjón þar. Og fara í Barðsvík


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. mars 2015

Byrjað að opna norður.

Frá snjómokstri í Kúvíkurdal.Mynd Oddný.
Frá snjómokstri í Kúvíkurdal.Mynd Oddný.

Vegagerðin á Hólmavík byrjaði að opna veginn norður í Árneshrepp í morgun. Mokað er frá Bjarnarfirði sunnanmegin frá og frá Kjörvogshlíð norðanmegin frá. Útilokað er að segja til um hvenær opnist norður segja vegagerðarmenn,en svona varla á fyrsta degi. Þetta er tveim dögum fyrr en reiknað var með,en hinn frægi


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. mars 2015

FARÞEGASIGLINGAR FRÁ NORÐURFIRÐI Í SUMAR.

Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.
Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.

Kristján Már Unnarsson hjá Vísi sendi vefnum þessa frétt.

Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. Fyrirtækið GJÁ-útgerð er að láta smíða sérstakan farþegabát með rými fyrir 18 manns sem áformað er að sigli reglulega frá Norðurfirði á tímabilinu frá miðjum júní og fram undir lok ágústmánaðar.

Að fyrirtækinu standa Ásgeir Salómonsson og synir hans tveir, Gunnar Ásgeirsson og Jón Geir Ásgeirsson. Þeir eru búsettir í Hafnarfirði en ættaðir frá Ísafirði og hafa á sumrin stundað strandveiðar á Vestfjörðum, meðal annars frá Norðurfirði.

„Við vildum prófa eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í þessu í fyrra,“ segir Jón Geir í samtali við fréttastofu Vísis en ferðaþjónustan verður rekin í nafni Strandferða.

Stefnt er að föstum áætlunarferðum frá Norðurfirði á föstudögum og sunnudögum með viðkomu í eyðibyggðum í Drangavík, Skjaldabjarnarvík, Reykjarfirði, Furufirði, Smiðjuvík, Látravík og Hornvík. Þá verður föst ferð í Reykjarfjörð á laugardögum


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
Vefumsjón