Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2015

Ofsaveður á morgun.

Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.
Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun,víða um land,ekki síst hér á Ströndum þar sem vindkviður gætu farið allt upp í 40 m/s í mestu kviðunum. Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík bendir fólki á að gott gæti verið að líma límband á rúður í kross sem snúa á móti vindátt,það dregur úr þeirri hættu að þær brotni. Að sögn veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands gæti þetta orðið eitt mesta veðrið í vetur. Fólk er beðið að fylgjast vel með textaspá Veðurstofunnar,hún er oft uppfærð. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Vestan 5-10 og þurrt. Vaxandi suðaustanátt með rigningu eftir hádegi, 15-23 m/s undir kvöld, en hægari sunnanátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. mars 2015

Fundur hjá Strandasól.

Fundurinn er kl-13:00. í félagsheimilinu.
Fundurinn er kl-13:00. í félagsheimilinu.

Boðað er til fundar hjá björgunarsveitinni Strandasól sem haldinn verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík föstudaginn 13. mars klukkan 13:00.

Dagskráin er svohljóðandi:

Tækjamót SL 2015 sem verður haldið í Árneshreppi 20.til 22 mars.

Fyrirhuguð flugslysaæfing Isavia á Gjögurflugvelli 17 til 18 apríl næstkomandi.

Björgunarsveitin Strandasól


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. mars 2015

Stefnumótunarfundur á Hólmavík um ferðaþjónustu.

Fundurinn er á miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Fundurinn er á miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.
1 af 2

Fréttatilkynning:

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar,boða til fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu,miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.

 

Á fundinum verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu. Mikilvægt er að haghafar í ferðaþjónustu hafi aðkomu að verkefninu og geti komið á framfæri ábendingum og leiðum til að efla ferðaþjónustuna og gera hana alþjóðlega samkeppnishæfa.  


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2015

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa.

Merki Félags Árneshreppsbú.
Merki Félags Árneshreppsbú.
1 af 2

Hin sígilda og sívinsæla árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður haldin í sal Leonsklúbbsins Lundar í Auðsbrekku 27 í Kópavogi á laugardaginn. Enn er mögulegt að fá miða í matinn og taka þátt í skemmtilegri kvöldstund í góðra vina hópi. Miðaverð í mat og á dansleik er 8.500. Okkar ástkæri formaður, Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri, flautar til leiks klukkan 19.

Ragnar og Guðbrandur Torfasynir sjá um veislustjórn og fjöldasöng.

Sólveig Samúelsdóttir ættuð frá Steinstúni syngur.

Hinn eini sanni Magnús Kjartansson leikur fyrir dansi ásamt söngkonunni Stefaníu Svavarsdóttur.

Glæsilegur matseðill sem m.a. inniheldur graflax, myntugrafinn ærvöðva, ferskt rækjusalta, hvítlaukslegna lambamjaðmasteik og innbakað lambalæri kitlar bragðlaukana.

Síðar um kvöldið verður salurinn opnaður fyrir dansleik. Miðaverð á hann er 2.500 kr og selst sá aðangur við dyrnar.

Áhugasamir geta nálgast aðgöngumiða á árshátíðina hjá stjórnamönnum Félags Árneshreppsbúa:

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2015

Tóku sýni úr Gjögurvatni.

Vísindamenn bora í Gjögurvatn.
Vísindamenn bora í Gjögurvatn.

Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gerðu sér ferð norður á Strandir á þriðjudaginn þann 3.mars. Vísindamennirnir komu með bát á Norðurfjörð og Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni keyrði fólkið út á Gjögurvatn sem var gaddfrosið.  Þar boruðu vísindamenn gegnum ísinn niðri botn og sérstök rör rekin niður til að ná sýnunum. Þar á meðal var aska sem talin var vera úr Grímsvatnagosi,um tíu þúsund ára gömul. Vísindamenn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2015

Slæm veðurspá.

Vindaspá klukkan sex í dag.
Vindaspá klukkan sex í dag.

Nokkuð slæm veðurspá er fyrir kvöldið og morgundaginn. Annars hljóðarveðurspáin svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Vaxandi suðaustanátt, 15-23 seint í dag og snjókoma eða slydda með köflum. Dregur úr vindi þegar líður á kvöldið og hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 15-23 og él í nótt og á morgun,


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. mars 2015

Tækjamót í Trékyllisvík:Gistimöguleikar.

Gistimöguleikar.Kort.
Gistimöguleikar.Kort.

Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldið í Trékyllisvík 20.-22. mars og hafa sveitir í Strandasýslu veg og vanda af skipulagningu þetta árið. Tækjamótið verður með hefðbundnu sniði þar sem einingar koma saman á föstudagskvöldi víðast að af landinu og láta síðan á laugadeginum reyna á tækin í stórbrotinni náttúrunni á Ströndum. Eins og alltaf á tækjamótum ræður veður og færð endanlegri dagskrá en lang líklegast er að lagt verði í leiðangur á Drangajökul. Einingar eru hvattar til að tryggja sér gistingu með góðum fyrirvara.

Gistimöguleikar eru eftirfarandi :


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2015

Veðrið í Febrúar 2015.

Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.
Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan og þann annan norðan,með hægum vindi,en snjómuggu eða éljum. Þann þriðja gekk í ákveðnar suðvestanáttir með hvassviðri eða stormi og eða roki með miklum kviðum (byljótt),sem stóð fram til og með tíunda. Eftir það var frekar hægur vindur fram til fjórtánda að fór að hvessa af suðaustri um kvöldið og hlýnaði í veðri. Síðan umhleypingar áfram. Enn þann 19.gekk í norðaustan og norðan hvassviðri með talsverði ofankomu,og voru mest norðlægar eða austlægar vindáttir ríkjandi fram til 25. Síðustu daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með snjókomu og éljum,og stundum ísingarveðri. Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og undanfarnir mánuðir.

 

Í hlákunni og hvassviðrinu fjórða til áttunda fóru svell af vegum og túnum að mestu. En þann 25 og 26 slaknaði aðeins og fóru að myndast svellalög aftur.

Í suðvestanáttunum 3. til 10. var jafnavindur oft um og yfir 20 m/s. Enn þann 5. var  hvassast um morguninn kl:06:00,þá var jafnavindur 28 m/s en mesta kviða fór í 42 m/s eða 152 km/klst. Einnig þann 8. Kl:18:00 var jafnavindur 26 m/s en í kviðum fór vindur í 44 m/s eða 159 km/klst. Og eins var þetta kl:21:00 ,nema að jafnavindur var þá 27 m/s.

 

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015

Ernir komu á 19 sæta vél á Gjögur í dag í fyrsta sinn.

Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Jetstream 32. TF-ORC flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu í dag fyrir hádegið á Gjögur og komu í fyrsta skipti á 19 sæta vél sinni sem er Jetstream 32. og ber einkennisstafina TF-ORC. Flugmennirnir létu mjög vel af því að lenda á Gjögurflugvelli enda flugbrautin freðin og væri sem malbikuð. Þeir reikna ekki með að hægt væri að lenda þessari vél á Gjögri á meðan frost væri að fara úr brautinni og brautin þíð.

Ekki er vitað annað en að átta sæta flugvélin frá Mýflugi byrji aftur að fljúga fyrir Erni á Gjögur eftir um tíu daga til hálfan mánuð,en Mýflug hefur séð um flug fyrir Erni marga undanfarna vetra. Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2015

Erfitt með sam­göng­ur norður í Árnes­hrepp.

Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.
Mynd frá fyrsta flugi hjá Ernum á Gjögur 2 janúar 2007.

Frá áramótum hafa flug­sam­göng­ur gengið erfiðlega norður í Árnes­hrepp á Ströndum og oft hefur þurft að fresta eða aflýsa flugi.

Í umfjöllun um sam­göngu­mál Stranda­manna í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ásgeir Örn Þor­steins­son, markaðsstjóri Ern­is, að frá ára­mót­um hafi tíðarfarið verið ein­stak­lega erfitt. Í gær þurfti að fresta flugi til dags­ins í dag þar sem brem­u­skil­yrði voru ófull­nægj­andi á flug­vell­in­um á Gjögri.

Ásgeir seg­ir að í vet­ur hafi þessu flugi verið sinnt með flug­vél frá Mý­flugi með sæti fyr­ir átta farþega. Í vik­unni hafi komið upp milli­bils­ástand og Mý­flug


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
Vefumsjón