Stefnumótunarfundur á Hólmavík um ferðaþjónustu.
Fréttatilkynning:
Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar,boða til fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu,miðvikudaginn 11. Mars,kl:15 til 17 í Hnyðju,Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Á fundinum verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu. Mikilvægt er að haghafar í ferðaþjónustu hafi aðkomu að verkefninu og geti komið á framfæri ábendingum og leiðum til að efla ferðaþjónustuna og gera hana alþjóðlega samkeppnishæfa.
Meira