Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. apríl 2015 Prenta

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 26. apríl klukkan: 16:00. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg. Má þar t.d. nefna lög eins og Þannig týnist tíminn, Ég er komin heim, Bjartar vonir vakna, og Ríðum sem fjandinn.
Einnig hefur Vilberg Viggósson útsett sérstaklega fyrir kórinn nokkur lög eins og Vegir liggja til allra átta, Bláu augun þín, Tunglið, tunglið taktu mig, Um þig, Vor í Vaglaskógi og syrpu með nokkrum lögum frá síðustu öld.
Fleiri góð lög eru á efnisskránni

Stjórnandi er Ágota Joó, á píanó leikur Vilberg Viggósson.
Miðaverð við innganginn er 3.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Miðaverð í forsölu er 2.500 
Vinsamlega hafið samband við Gíslínu(699-8859), Ragnheiði (616-3148) eða aðra kórfélaga til að fá miða í forsölu.
Forsölu miða líkur föstudaginn 24. Apríl.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
Vefumsjón