Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2015 Prenta

Útboð:Gjögurflugvöllur Endurbætur flugbrautar 2015.

Flugbrautin Gjögurflugvelli.
Flugbrautin Gjögurflugvelli.

Verkið felst í að fjarlægja núverandi slitlag, rétta af þversnið, leggja burðarlag og tvöfalda klæðingu á flugbraut, akbraut og snúningsplön við enda flugbrautar, samtals um 25.000 m2 á flugvellinum að Gjögri. Einnig að leggja styrktarlag í flughlað og snúningshausa og sem afréttingarlag á flugbraut og malarslitlag á öryggissvæði við enda flugbrautar. Verkkaupi leggur til steinefni í styrktarlag, burðarlag, klæðingu og malarslitlag.
Leggja skal allar lagnir, vegna ídráttarrörakerfis fyrir flugbrautarlýsingu. Helstu hlutar þess eru röralagnir í skurðum meðfram flugbrautum, flughlöðum að flugstöð. Í því fellst m.a. skurðgröftur, ídráttarbrunnar, undirstöður ljósa (kollur) og annað tengt því.

Helstu verkþættir og magntölur:
Klæðing 25.000 m2
Malarslitlag 1.850 m2
Burðarlag 4.300 m3
Styrktarlag 2.700 m3
Skering 27.000 m2
Undirstöður ljósa 75 stk
Götugreiniskápar 2 stk
Hlífðarrör 50mm 4700 m
Hlífðarrör 75mm 80 m
Hlífðarrör 110 mm 3750 m
Jarðvír, 25mm2 cu 950 m
Skurðir 3850 m
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa.
Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska 21. apríl 2015. kl. 15:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
Vefumsjón