Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. apríl 2015
Prenta
Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.
Í liðinni viku fóru börn Finnbogastaðaskóla í sitt árlega skólaferðalag ásamt starfsfólki. Farið var til Reykjavíkur á bílum. Farið var víða í Reykjavík og ýmsir staðir skoðaðir, eins og Hvalasafnið og Grillhúsið, Þjóðminjasafnið, Norrænahúsið, Skautahöllin og Húsdýragarðurinn. Síðast og ekki síst var Alþingi Íslendinga heimsótt þar sem Einar K Guðfinnsson forseti alþingis tók á móti hópnum ásamt Össuri Skarphéðinssyni,og fylgdu þeim um húsið og fræddu börnin um starfsemi þingsins.