Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. apríl 2015 Prenta

Fyrirhuguð flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2011.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2011.
1 af 2

Fyrirhugað er að halda flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 17. til 18 apríl næstkomandi. Síðast var flugslysaæfing vegna Gjögurs fyrir fjórum árum eða 2011. Eins og fyrir fjórum árum verður æfingin sett í félagsheimilinu í Trékyllisvík,og þar verður æfð skyndihjálp og umönnun slasaðra æfð. Einnig verður bráðaflokkun og búið um sjúklinga og frágangur slasaðra á börur og ýmislegt annað. Síðan þann 18, verður haldið á Gjögurflugvöll og komið að slysi og verklegar æfingar hefjast. Einnig verður æfing í því að slökkva elda.

Bjarni Sighvatsson verkefnastjóri flugvallastoðþjónustu hjá Isavia sér um æfinguna. Í flugslysaáætlun fyrir Gjögurflugvöll segir: Vegna aðstæðna í Árneshreppi er nauðsynlegt að virkja alla þá sem að liði geta komið. Komi til flugslyss mun Neyðarlínan senda öllum íbúum boð um það með SMS í farsíma. Æfingin og undirbúningsfræðsla er því fyrir alla þá sem telja sig geta komið að gagni við slíkan atburð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Vefumsjón