Sex álftir á Ávíkinni.
Fjórar eða sex álftir hafa verið á Ávíkinni annað slagið og eru komnar fyrir nokkru. Þetta er alltaf viss vorboði þegar álfirnar eru mættar. Það var engu líkara en þær hafi komið í morgun til myndatöku,því þegar var búið að taka myndir af þeim,flugu þrjár þeirra upp á tún.
Í Frjálsa alfræðiritinu segir: Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er
Meira