Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. mars 2015

Sex álftir á Ávíkinni.

Álftirnar við Ávíkurána.
Álftirnar við Ávíkurána.
1 af 2

Fjórar eða sex álftir hafa verið á Ávíkinni annað slagið og eru komnar fyrir nokkru. Þetta er alltaf viss vorboði þegar álfirnar eru mættar. Það var engu líkara en þær hafi komið í morgun til myndatöku,því þegar var búið að taka myndir af þeim,flugu þrjár þeirra upp á tún.

Í Frjálsa alfræðiritinu segir: Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum  yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. mars 2015

Nýir vertar við Kaffi Norðurfjörð.

Sara og Lovísa munu sjá um Kaffi Norðurfjörð í sumar.
Sara og Lovísa munu sjá um Kaffi Norðurfjörð í sumar.
1 af 2

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur ráðið nýja rekstraraðila fyrir Kaffi Norðurfjörð,það eru þær Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes sem urðu fyrir valinu. Þær fengu hin bestu meðmæli og hafa mikla starfsreynslu í veitingageiranum,og sem sjálfstætt starfandi. Þær koma af höfuðborgarsvæðinu.

Þær vinkonur og stöllur segast hlakka til að takast á við þetta nía verkefni í sumar. „Við höfum margra ára reynslu af þjónustu og brennandi áhuga á matargerð. Hlökkum mikið til að takast á við þetta krefjandi verkefni á þessum fallegasta stað landsins. Við ætlum að bjóða upp á  heimilslegan mat úr góðu íslensku hráefni helst úr sveitinni. Það liggur fyrir  að staðurinn þjónusti ferðamenn og að sjálfsögðu einnig fólkið sem býr í Árneshreppi. Við ætlum


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. mars 2015

Ómskoðun í Árneshreppi.

Guðbrandur við ómskoðun.
Guðbrandur við ómskoðun.
1 af 2

Í gær og í dag er verið að ómskoða fé hjá bændum í Árneshreppi. Flestir bændur í Árneshreppi láta telja fósturvísa í ám sínum til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt,í vor í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sér um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar tengjast


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2015

Tveir bátar verða á grásleppuveiðum.

Sædís ÍS-67.
Sædís ÍS-67.
1 af 2

Aðeins tveir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði þessa grásleppuvertíð. Hinn vel þekkti Reimar Vilmundarson kom á sínum bát Sædísi ÍS-67 þann 18. mars og lagði strax þann 20. Nokkur ár eru síðan Reimar hefur verið á grásleppu frá Norðurfirði. Hinn báturinn er Snorri ST-24. sem Jón Eiríksson í Nátthaga við Víganes gerir út,hann mun ætla að leggja í næstu viku. En Jón lagði hákarlalóðir fyrir nokkru. Ekkert er verkað á Norðurfirði en öllu keyrt í burtu. Í dag er komin skammvinn norðan bræla.

Á vorjafndægri


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2015

Tækjamótið í Trékyllisvík.

Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
1 af 2

Nú í dag eru björgunarsveitir víða af landinu að koma á Tækjamótið í Trékyllisvík,en einhverjar deildir komu í gær. Reiknað er með að komi hátt í þrjú hundruð manns á um 50 til 60 bílum,og með 70 snjósleða. Einnig koma 4 snjóbílar og sex fjórhjól eru skráð. Fólksfjöldi í Árneshreppi mun margfaldast um helgina. Ferðin norður á Strandir hefst á morgun á Eyrarhálsi og keyrt á bílum til Ófeigsfjarðar og eða á vélsleðum,farið verður á Drangajökul.

Á verkefnalista á tildæmis að fara norður í Furufjörð á Ströndum og setja skýlið sem fauk þar af grunni á dögunum,en er mikið til heilt,á grunninn aftur. Einnig verður farið í Bolungarvík á Ströndum og athuga þar með foktjón og loka ef eitthvað er opið,en vitað er um eitthvert foktjón þar. Og fara í Barðsvík


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. mars 2015

Byrjað að opna norður.

Frá snjómokstri í Kúvíkurdal.Mynd Oddný.
Frá snjómokstri í Kúvíkurdal.Mynd Oddný.

Vegagerðin á Hólmavík byrjaði að opna veginn norður í Árneshrepp í morgun. Mokað er frá Bjarnarfirði sunnanmegin frá og frá Kjörvogshlíð norðanmegin frá. Útilokað er að segja til um hvenær opnist norður segja vegagerðarmenn,en svona varla á fyrsta degi. Þetta er tveim dögum fyrr en reiknað var með,en hinn frægi


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. mars 2015

FARÞEGASIGLINGAR FRÁ NORÐURFIRÐI Í SUMAR.

Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.
Gönguhópur á bryggjunni á Norðurfirði á leið í siglingu með Freydísi, bát Reimars Vilmundarsonar sumarið 2008. MYND/ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR.

Kristján Már Unnarsson hjá Vísi sendi vefnum þessa frétt.

Áætlunarsiglingar úr Árneshreppi með ferðamenn norður á Strandir og Hornstrandir hefjast á ný í sumar eftir þriggja ára hlé. Fyrirtækið GJÁ-útgerð er að láta smíða sérstakan farþegabát með rými fyrir 18 manns sem áformað er að sigli reglulega frá Norðurfirði á tímabilinu frá miðjum júní og fram undir lok ágústmánaðar.

Að fyrirtækinu standa Ásgeir Salómonsson og synir hans tveir, Gunnar Ásgeirsson og Jón Geir Ásgeirsson. Þeir eru búsettir í Hafnarfirði en ættaðir frá Ísafirði og hafa á sumrin stundað strandveiðar á Vestfjörðum, meðal annars frá Norðurfirði.

„Við vildum prófa eitthvað nýtt. Við vorum aðeins í þessu í fyrra,“ segir Jón Geir í samtali við fréttastofu Vísis en ferðaþjónustan verður rekin í nafni Strandferða.

Stefnt er að föstum áætlunarferðum frá Norðurfirði á föstudögum og sunnudögum með viðkomu í eyðibyggðum í Drangavík, Skjaldabjarnarvík, Reykjarfirði, Furufirði, Smiðjuvík, Látravík og Hornvík. Þá verður föst ferð í Reykjarfjörð á laugardögum


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. mars 2015

Rok- Ofsaveður.

Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu Ávík sem er við ljósastaurinn.
Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu Ávík sem er við ljósastaurinn.
1 af 2

Veður hefur verið þannig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum í morgun og sem af er degi. Klukkan sex var veðrið þannig:Suðsuðaustan 17 m/s upp í 22m/s í kviðum. Og kl:09:00 var það þannig SSA 18 m/s og í kviðum í 23 m/s. Og klukkan tólf á hádegi var það þannig: Sunnan 26 m/s og kviður í 43 m/s. Ekki hefur verið mikil úrkoma í þessu en stundum talsvert um skúrir. Hiti hefur verið sex til níu stig. Enn frá klukkan um 12:30 og fram til 14:00 var veðrið verst hér og var þá jafnvindum komin í 31 m/s  af suðri og kviður í 47 m/s. Veður fór síðan að ganga eitthvað niður nú fyrir og um klukkan tvö í dag. Eins og Veðurstofan spáði fyrir um. Veðurfræðingur á vakt Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands  segir þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2015

Ofsaveður á morgun.

Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.
Vindakort Veðurstofu Íslands kl:12:00 á hádegi á morgun. Dökk blái liturinn sínir 24 m/s í jafnavind.

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun,víða um land,ekki síst hér á Ströndum þar sem vindkviður gætu farið allt upp í 40 m/s í mestu kviðunum. Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík bendir fólki á að gott gæti verið að líma límband á rúður í kross sem snúa á móti vindátt,það dregur úr þeirri hættu að þær brotni. Að sögn veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands gæti þetta orðið eitt mesta veðrið í vetur. Fólk er beðið að fylgjast vel með textaspá Veðurstofunnar,hún er oft uppfærð. Annars er veðurspá þannig frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:

Vestan 5-10 og þurrt. Vaxandi suðaustanátt með rigningu eftir hádegi, 15-23 m/s undir kvöld, en hægari sunnanátt


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. mars 2015

Fundur hjá Strandasól.

Fundurinn er kl-13:00. í félagsheimilinu.
Fundurinn er kl-13:00. í félagsheimilinu.

Boðað er til fundar hjá björgunarsveitinni Strandasól sem haldinn verður í félagsheimilinu í Trékyllisvík föstudaginn 13. mars klukkan 13:00.

Dagskráin er svohljóðandi:

Tækjamót SL 2015 sem verður haldið í Árneshreppi 20.til 22 mars.

Fyrirhuguð flugslysaæfing Isavia á Gjögurflugvelli 17 til 18 apríl næstkomandi.

Björgunarsveitin Strandasól


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
Vefumsjón