Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. apríl 2015

Seinkar mikið að vinna á túnum.

Öllum vorverkum mun seinka vegna vetrarveðurs.
Öllum vorverkum mun seinka vegna vetrarveðurs.

Það er óhætt að segja að það muni seinka mikið að vinna á túnum i vor,það er að slóðadraga eins og við köllum það hér í Árneshreppi,  vegna snjóa. Í firravor var byrjað að slóðadraga hér í Litlu-Ávík síðasta vetrar dag sem bar þá upp á 23. apríl, og  dagana á eftir var hægt að klára það. Nú virðist ekki vera hægt að vinna á túnum fyrr enn eftir svo sem tíu eða tólf daga miðað við veðurspá og veðurfar. Snjór þarf að bráðna af jörð og jörð að þiðna og jafna sig. Fyrir þetta norðan hret og kulda var þetta allt komið í góðan gír og jörð þíð og orðin auð


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. apríl 2015

Gleðilegt sumar- Harpa byrjar.

Vetur og sumar frusu saman og flekkótt jörð er.
Vetur og sumar frusu saman og flekkótt jörð er.

Sumardagurinn fyrsti  einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur  Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag, á tímabilinu frá 19. til 25 apríl  (það er að segja fyrsta fimmtudag eftir 18. Apríl.)

Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Hér


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. apríl 2015

Opnun tilboða vegna Gjögurflugvallur.

Gjögurflugvöllur.
Gjögurflugvöllur.

Opnun tilboða vegna endurbóta flugbrautar á Gjögurflugvelli 2015. Var opnað í gær hjá Ríkiskaupum.

1. Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir
kr. 103.020.000.-  2. Borgarverk ehf.
kr. 95.824.000.-  3. Jarðlist ehf.
kr. 77.762.940.-

Fleiri tilboð bárust ekki.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. apríl 2015

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 26. apríl klukkan: 16:00. Efnisskráin er einstaklega létt og skemmtileg. Má þar t.d. nefna lög eins og Þannig týnist tíminn, Ég er komin heim, Bjartar vonir vakna, og Ríðum sem fjandinn.
Einnig hefur Vilberg Viggósson útsett sérstaklega fyrir kórinn nokkur lög eins og Vegir liggja til allra átta, Bláu augun þín, Tunglið, tunglið taktu mig, Um þig, Vor í Vaglaskógi og syrpu með nokkrum lögum frá síðustu öld.
Fleiri góð lög eru á efnisskránni

Stjórnandi er Ágota Joó, á píanó leikur Vilberg Viggósson.
Miðaverð við innganginn er 3.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. apríl 2015

Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.

Hópurinn ásamt Einari og Össuri. Mynd af feisbóksíðu Einars K.
Hópurinn ásamt Einari og Össuri. Mynd af feisbóksíðu Einars K.

Í liðinni viku fóru börn Finnbogastaðaskóla í sitt árlega skólaferðalag ásamt starfsfólki. Farið var til Reykjavíkur á bílum. Farið var víða í Reykjavík og ýmsir staðir skoðaðir, eins og Hvalasafnið og Grillhúsið, Þjóðminjasafnið, Norrænahúsið, Skautahöllin og Húsdýragarðurinn. Síðast og ekki síst var Alþingi Íslendinga heimsótt þar sem Einar K Guðfinnsson forseti alþingis


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2015

Útboð:Gjögurflugvöllur Endurbætur flugbrautar 2015.

Flugbrautin Gjögurflugvelli.
Flugbrautin Gjögurflugvelli.

Verkið felst í að fjarlægja núverandi slitlag, rétta af þversnið, leggja burðarlag og tvöfalda klæðingu á flugbraut, akbraut og snúningsplön við enda flugbrautar, samtals um 25.000 m2 á flugvellinum að Gjögri. Einnig að leggja styrktarlag í flughlað og snúningshausa og sem afréttingarlag á flugbraut og malarslitlag á öryggissvæði við enda flugbrautar. Verkkaupi leggur til steinefni í styrktarlag, burðarlag, klæðingu og malarslitlag.
Leggja skal allar lagnir, vegna ídráttarrörakerfis fyrir flugbrautarlýsingu. Helstu hlutar þess eru röralagnir í skurðum meðfram flugbrautum, flughlöðum að flugstöð. Í því fellst m.a. skurðgröftur, ídráttarbrunnar, undirstöður ljósa (kollur) og annað tengt því.

Helstu verkþættir og magntölur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. apríl 2015

Fyrirhuguð flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2011.
Frá flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 2011.
1 af 2

Fyrirhugað er að halda flugslysaæfingu á Gjögurflugvelli 17. til 18 apríl næstkomandi. Síðast var flugslysaæfing vegna Gjögurs fyrir fjórum árum eða 2011. Eins og fyrir fjórum árum verður æfingin sett í félagsheimilinu í Trékyllisvík,og þar verður æfð skyndihjálp og umönnun slasaðra æfð. Einnig verður bráðaflokkun og búið um sjúklinga og frágangur slasaðra á börur og ýmislegt annað. Síðan þann 18, verður haldið á Gjögurflugvöll og komið að slysi og verklegar æfingar hefjast. Einnig verður æfing í því að slökkva elda.

Bjarni Sighvatsson verkefnastjóri flugvallastoðþjónustu hjá Isavia


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. apríl 2015

Hvassviðri eða stormur á morgun.

Vindaspáin á hádegi á morgun,norðan 18 til 23 m/s.
Vindaspáin á hádegi á morgun,norðan 18 til 23 m/s.

Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svohljóðandi frá Veðurstofu Íslands: Vaxandi norðaustanátt, 10-15 m/s og dálítil él í kvöld, en Norðan 18-23 og talsverð snjókoma á morgun. Hægara og úrkomuminna V- til annað kvöld. Frostlaust um tíma í dag,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2015

Svavar Knútur á Mölinni.

Svavar Knútur í Djúpavík.
Svavar Knútur í Djúpavík.

Laugardagskvöldið 11. apríl rúllar tónleikaröðin Mölin á Drangsnesi enn af stað. Nú eftir hlé síðan í janúar og verður að þessu sinni gerð önnur tilraun til að koma Svavari Knúti á Drangsnes. Veðurguðirnir eru farnir að hegða sér ögn skikkanlegar en í desember en við krossleggjum engu að síður fingur og vonum að allt gangi upp í þetta skiptið.
Flateyringinn Svavar Knút þarf varla að kynna fyrir fólki. Hann hefur á undanförnum árum unnið sér fastan sess í hjörtum landsmanna með einlægri og glaðhlakkalegri framkomu, einstakri söngrödd og vel smíðaðri tónlist. Svavar Knútur hefur vanið komur sínar á Strandir um nokkurt skeið og m.a. haldið tónleika á Hólmavík og í Djúpavík en heldur á laugardaginn sína fyrstu tónleika á Drangsnesi

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. apríl 2015

Grásleppuveiðidögum fjölgað úr 20 í 32.

Grásleppa.
Grásleppa.

Mars- rall Hafrannsóknastofnunar gaf hæstu mælingu á grásleppustofninum í 9 ár og í samræmi við jákvæða ráðgjöf stofnunarinnar hefur verið ákveðið að fjölga veiðidögum úr 20 í 32. Samkvæmt ráðgjöfinni er miðað við að heildarveiði á grásleppu á þessari vertíð verði ekki meiri en 6.200 tonn. Ætla má að það svari til um 11.272 tunna af hrognum. 

Í reglugerð nr. 177/2015 um hrognkelsi sem kom út 23. febrúar 2015 voru grásleppuveiðileyfi hvers báts gefin út til 20 samfelldra daga til bráðabirgða. Mikil óvissa er ævinlega um heildarafla við grásleppuveiðar þar sem að fyrir utan hina líffræðilegu óvissu  er óljóst um fjölda virkra grásleppuleyfa hverju sinni. Fjöldi þeirra fer líkast til eftir veiðivon, þá ekki hvað síst verði og afsetningarmöguleikum á markaði hverju sinni, en grásleppuvertíðin í ár fer afar vel af stað.

Með hliðsjón af framansögðu hefur Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið ákveðið að fjölga dögum við grásleppuveiðar úr 20 í 32 með


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Víganes:Í október 2010.
Vefumsjón