Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. maí 2015
Prenta
Flotbryggjan fest niður.
Flotbryggjan í höfninni í Norðurfirði sem slitnaði upp í norðaustan óveðri annan nóvember í haust,er nú kominn á sinn stað,en í haust var henni fest niður til bráðabrigða. Í gær kom kafari til verksins og kafaði niður til að festa keðjum niður í festingar í sjávarbotni. Kafarinn Arnoddur Erlingsson og Guðlaugur Ágústson á Steinstúni hafa verið að vinna við þetta í gær og í dag. Settar voru sterkari keðjukrókar til að festa keðjurnar niður. Nú verður hægt fyrir báta að liggja við flotbryggjuna þegar þarf og bátaumferð eykst á næstu dögum þegar bátar koma á strandveiðarnar.