Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. apríl 2015
Prenta
Seinkar mikið að vinna á túnum.
Það er óhætt að segja að það muni seinka mikið að vinna á túnum i vor,það er að slóðadraga eins og við köllum það hér í Árneshreppi, vegna snjóa. Í firravor var byrjað að slóðadraga hér í Litlu-Ávík síðasta vetrar dag sem bar þá upp á 23. apríl, og dagana á eftir var hægt að klára það. Nú virðist ekki vera hægt að vinna á túnum fyrr enn eftir svo sem tíu eða tólf daga miðað við veðurspá og veðurfar. Snjór þarf að bráðna af jörð og jörð að þiðna og jafna sig. Fyrir þetta norðan hret og kulda var þetta allt komið í góðan gír og jörð þíð og orðin auð um tíma fyrir þetta hret. Þetta er slæmt mál því sauðburður skellur á um tíunda maí, en að fullu um miðjan maí.