Skírsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum.
Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skírslu sinni. Ítarleg umfjöllun er um styrkingu flutnings- og dreifikerfisins á Vestfjörðum ásamt möguleikum á uppbyggingu virkjanakosta í héraði. Fram kemur í skírslunni að almennt hafi bilunum á línum á Vestfjörðum farið fækkandi síðan 2009.
Á síðustu misserum hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis raforku á Vestfjörðum. Endurbætur voru gerðar á Mjólkár-, Tálknafjarðar-, Bolungarvíkur- og Breiðadalslínum á árinu. Ný 10 MW varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík var gangsett í nóvember 2014. Fyrsti áfangi nýs tengivirkis fyrir Bolungarvík var reistur. Nýtt tengivirki á Ísafirði var tekið í notkun í júlí 2014. Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá. Nýr spennir í Mjólká er áætlaður 2015.
Skírsluna í heild sinni má lesa hér: