Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. janúar 2015 Prenta

Skírsla um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá.
Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá.

Bætt raforkuöryggi á Vestfjörðum er forgangsmál og sérstakur starfshópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur það hlutverk að meta leiðir til að bæta þar um hefur skilað árlegri skírslu sinni. Ítarleg umfjöllun er um styrkingu flutnings- og dreifikerfisins á Vestfjörðum ásamt möguleikum á uppbyggingu virkjanakosta í héraði. Fram kemur í skírslunni að almennt hafi bilunum á línum á Vestfjörðum farið fækkandi síðan 2009.

Á síðustu misserum hefur verið ráðist í ýmsar framkvæmdir til uppbyggingar flutnings- og dreifikerfis raforku á Vestfjörðum. Endurbætur voru gerðar á Mjólkár-, Tálknafjarðar-, Bolungarvíkur- og Breiðadalslínum á árinu. Ný 10 MW varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík var gangsett í nóvember 2014. Fyrsti áfangi nýs tengivirkis fyrir Bolungarvík var reistur. Nýtt tengivirki á Ísafirði var tekið í notkun í júlí 2014. Lagður var 9 km jarðstrengur frá Djúpavík að Goðdalsá. Nýr spennir í Mjólká er áætlaður 2015.

Skírsluna í heild sinni má lesa hér:

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Kort Árneshreppur.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Borgarísjaki Vestur af Sæluskeri. 27-08-2018.
Vefumsjón