Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. janúar 2015 Prenta

Orkubúið hækkar verð á dreifingu á raforku.

Orkubú Vestfjarða skrifstofur Ísafirði.Mynd OV.
Orkubú Vestfjarða skrifstofur Ísafirði.Mynd OV.

Nú um áramót voru verðskrár Orkubús Vestfjarða fyrir dreifingu raforku hækkaðar en þær höfðu ekki  verið hækkað á undangengnum 2 árum.

Orkustofnun er eftirlitsaðili með verðlagningu dreifiveitna og setur þeim árlega tekjumörk. ( Árleg tekjumörk eru þær tekjur sem dreifiveita þarf árlega til að standa undir rekstri sínum að mati Orkustofnunar). Orkustofnun hefur farið yfir og staðfest neðanskráðar hækkanir á verðskrám OV fyrir dreifingu raforku.

Verðskrá fyrir dreifingu raforku í þéttbýli hækkaði um 4%

Hækkun þessi er rökstudd með vísan til þess að verð hafa ekki breyst síðan í upphafi árs 2013 þrátt fyrir verðlagshækkanir (ca 6%). Skv uppgjöri tekjumarka fyrir árið 2013 voru tekjur OV af raforkudreifingu í þéttbýli 97% af tekjumörkunum. Bent  er á að dreifigjaldskrár OV hafa alla tíð verið undir leyfilegum tekjumörkum og eru uppsafnaðar tekjuheimildir OV í lok árs 2013 um 472 Mkr. vanteknar í þéttbýli.

Verðskrá fyrir dreifingu raforku í dreifbýli hækkaði um 10%

Hækkun þessi er rökstudd með vísan til þess að verð hafa ekki breyst síðan í upphafi árs 2013 þrátt fyrir verðlagshækkanir (ca 6%). Skv uppgjöri tekjumarka fyrir árið 2013 voru tekjur OV af raforkudreifingu í dreifbýli 74% af tekjumörkunum. Þrátt fyrir þessa hækkun um 10% má búast við að tekjur ársins vegna dreifingar raforku í dreifbýli verði einungis um 77% af heimiluðum tekjumörkum. Bent  er á að dreifigjaldskrár OV hafa alla tíð verið vel undir leyfilegum tekjumörkum og eru uppsafnaðar tekjuheimildir OV í lok árs 2013 um 410 Mkr. vanteknar í dreifbýli.  Þá  er einnig bent á að OV hefur og mun á næstu árum lagt út í mikinn kostnað vegna endurnýjunar dreifikerfa  í sveitum þar sem þriggja fasa strengur er lagður í stað einfasa loftlínu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón