Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2015
Prenta
Slæm veðurspá.
Nokkuð slæm veðurspá er fyrir kvöldið og morgundaginn. Annars hljóðarveðurspáin svona frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Vaxandi suðaustanátt, 15-23 seint í dag og snjókoma eða slydda með köflum. Dregur úr vindi þegar líður á kvöldið og hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 15-23 og él í nótt og á morgun, einkum vestantil. Hiti um frostmark. Veðurspá má sjá hér á vefnum.