Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2015
Prenta
Tóku sýni úr Gjögurvatni.
Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gerðu sér ferð norður á Strandir á þriðjudaginn þann 3.mars. Vísindamennirnir komu með bát á Norðurfjörð og Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni keyrði fólkið út á Gjögurvatn sem var gaddfrosið. Þar boruðu vísindamenn gegnum ísinn niðri botn og sérstök rör rekin niður til að ná sýnunum. Þar á meðal var aska sem talin var vera úr Grímsvatnagosi,um tíu þúsund ára gömul. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar buðu nemendum Finnbogastaðaskóla að koma með í rannsóknarferðina.