Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2015 Prenta

Veðrið í Mars 2015.

Álftirnar eru mættar með sinn vorboða,en er allt hvítt frá sjó til efstu tinda og kalt.
Álftirnar eru mættar með sinn vorboða,en er allt hvítt frá sjó til efstu tinda og kalt.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu þrjá daga mánaðar var norðlæg og vestlæg vindátt. Síðan voru miklir umhleypingar mest með suðlægum vindáttum fram til 22. Þann 23 gerði loks norðlæga vindátt í um tvo daga,sem ekki hefur sést í mánuðinum nema fyrstu tvo daga mánaðar. Einnig var norðlæg vindátt frá 28. til 30. Enn mánuðurinn endaði með vestlægri vindátt og síðan norðan með éljum. Nokkur bloti var frá því um og fyrir miðjan mánuð og til 22. Eftir það fór að kólna og nokkurt frost var síðustu daga mánaðar.

 

Suðvestan stormur var þann 5.vindur 23 m/s og í kviðum upp í 35 m/s sem eru tólf vindstig gömul. Stormur S -SV var um tíma um kvöldið þann 8.vindur fór í kviðum í 35 m/s. Enn og aftur var stormur um kvöldið þann 10. Sunnan 23 m/s í jafnavind og í kviðum upp í 36 m/s. Sunnan stormur eða rok var þann 14 og var jafnavindur oft um 23 til 26 m/s en versta veðrið var á milli 12:30 til að verða tvö,var þá jafnavindur 31m/s og fóru kviður í 47 m/s. Skóf jarðveg,skarna og möl upp í verstu kviðunum. Enn var sunnan hvassviðri eða stormur þann 16. Fóru þá kviður í 44 m/s um hádegið. Eftir það voru engin læti í veðrinu,þótt umhleypingar væru.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Norðan stinningskaldi,allhvasst,él,skafrenningur,frost -0 til -4 stig.

3:Vestan gola eða stinningsgola,úrkomulaust,frost -1 til -4 stig.

4:Suðaustan gola,kaldi,allhvasst,snjókoma,slydda,rigning,hiti -4 til +3 stig.

5: Suðvestan allhvasst,stormur,él,hiti -1 til +4 stig.

6:Suðaustan um daginn með golu,stinningsgolu eða kalda,en S eða SV stinningskaldi um kvöldið,slydda,hiti -1 til +4 stig.

7:Suðvestan kaldi,síðan suðaustan kul,þurrt í veðri,hiti +2 til -1 stig.

8:Suðvestan eða S,stinningskaldi,allhvasst,en stormur um kvöldið,snjókoma,skafrenningur,hiti+1 til -2 stig.

9:Sunnan eða SV kaldi,síðan gola,smá él um morguninn,hiti +1 til -3 stig.

10:Austan eða SA og S,stinningsgola,allhvasst,stormur um kvöldið,snjókoma,slydda,skúrir,hiti -4 til +5 stig.

11:Sunnan eða SV,stinningsgola,stinningskaldi,él,hiti + 1 til -2 stig.

12:Suðaustan andvari,gola,síðan NA stinningsgola eða gola,snjókoma,súld um kvöldið,hiti -2 til +4 stig.

13-14:Sunnan,SV,stinningsgola,allhvasst,hvassviðri,en stormur og ofsaveður þ.14. él,skúrir,rigning,hiti -0 til +10 stig.

15:Suðsuðvestan stinningskaldi eða kaldi,en NA allhvasst um kvöldið með snjókomu,hiti +0 til +6 stig.

16:Sunnan hvassviðri og eða stormur,él,skúrir,hiti +6 til 0 stig.

17-18:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,smá él þann 17,annars þurrt,hiti -4 til +3 stig.

19-20:Norðaustan eða A,kaldi í fyrstu síðan stinningsgola,snjókoma,slydda,él,rigning,hiti +0 til +4 stig.

21-22:Suðvestan,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,skúrir,él,hiti +9 niður í +2 stig.

23-24:Norðan kaldi,stinningskaldi,allhvass,síðan NA og A,gola,él en þurrt í veðri þ.24.hiti -4 til 0 stig.

25-27:Sunnan eða SV,stinningsgola,kaldi,rigning,slydda,él,hiti +4 til -2 stig.

28-30:Norðan,stinningskaldi,kaldi,allhvass um tíma þ.29.él,snjókoma,frost -1 til -5 stig.

31:Norðvestan gola eða stinningsgola,en norðan kaldi,stinningskaldi,allhvass um kvöldið,él,frost -2 til -5 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 88,9 mm. (í mars 2014: 95,7 mm.)

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældis þann 10: +10,0 stig.

Mest frost mældist dagana 29 og 30: -5,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var: +0,3 stig.

Meðalhiti við jörð var: -2,18 stig.  (í mars 2014: -1,98 stig.)

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 6: 35 cm.

Sjóveður:Nokkuð rysjótt fram undir miðjan mánuð,en sæmilegir dagar á milli,og skárra í sjóinn seinnihluta mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Dregið upp.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
Vefumsjón