Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2015 Prenta

Vel heppnað tækjamót á Ströndum.

Snjósleðar og bílar í leiðangri. Mynd Guðbrandur Örn Arnarson.
Snjósleðar og bílar í leiðangri. Mynd Guðbrandur Örn Arnarson.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu saman á Ströndum um helgina 20. til 22. á tækjamóti félagsins. Létu sveitir reyna á tæki og þekkingu í erfiðum vetraraðstæðum. Tjölduðu sveitir öllu sínu fínasta og mættu á yfir hundrað vélsleðum, hálfu hundraði jeppa og síðan handfylli fjórhjóla, snjóbíla og snjótroðara. Aðstæður voru með besta móti, hífandi rok og blanka logn, svarta þoka og heiðskírt til skiptis um helgina. Voru þetta því kjöraðstæður til að rifja upp þekkingu í rötun jafnt sem akstri og mátti sjá reynslubolta þjálfa all marga nýliða í því að kljást við brekkur og snjó. M.a. var farið á Drangajökul og voru hópar vélsleðamanna sendir á Hornstrandir til að huga að neyðarskýlum. Það var að sjálfsögðu gert með leyfi Umhverfisstofnunar enda svæðið friðlýst. Í ljós kom að nokkrar skemmdir hafa orðið á neyðarkýlum á þessu svæði í því veðri sem verið hefur í vetur og að huga þarf að viðgerðum.

Alls tóku rúmlega 300 manns þátt í atburðinum sem reyndi mjög á björgunarsveitina Strandasól í Árneshreppi sem hafði veg og vanda af skipulagningunni þetta árið. Hápunktur helgarinnar var síðan hefðbundin grillveisla sem Strandasól og í raun samfélagið allt í Árneshreppi höfðu veg og vanda af. Segja sögur að lambalæri fyrir þreytt björgunarsveitarfólk hafi kraumað í öllum ofnum og á öllum grillum í hreppnum. Þetta kemur fram á vef Landsbjargar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Naustvík-16-08-2006.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
Vefumsjón