Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 29. mars 2015
Prenta
Þyrla sækir slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór rétt fyrir klukkan þrjú í gær í loftið til að sækja slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum. Hinn slasaði er ekki í lífshættu en engu að síður var það mat þyrlulæknis að nauðsynlegt væri að sækja manninn.
Áætlað var að þyrlan yrði komin á vettvang innan klukkustundar. Veðuraðstæður á staðnum voru ágætar.
Frétt uppfærð: TF-LIF lenti með sjúklinginn við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:36.