Nýir vertar við Kaffi Norðurfjörð.
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur ráðið nýja rekstraraðila fyrir Kaffi Norðurfjörð,það eru þær Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes sem urðu fyrir valinu. Þær fengu hin bestu meðmæli og hafa mikla starfsreynslu í veitingageiranum,og sem sjálfstætt starfandi. Þær koma af höfuðborgarsvæðinu.
Þær vinkonur og stöllur segast hlakka til að takast á við þetta nía verkefni í sumar. „Við höfum margra ára reynslu af þjónustu og brennandi áhuga á matargerð. Hlökkum mikið til að takast á við þetta krefjandi verkefni á þessum fallegasta stað landsins. Við ætlum að bjóða upp á heimilslegan mat úr góðu íslensku hráefni helst úr sveitinni. Það liggur fyrir að staðurinn þjónusti ferðamenn og að sjálfsögðu einnig fólkið sem býr í Árneshreppi. Við ætlum að vera með morgunverð, súpur létta rétti,heimabakað bakkelsi og rétt dagsins á kvöldin,segja þær Sara og Lovísa“.