Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2015 Prenta

Tækjamótið í Trékyllisvík.

Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
Björgunarsveitarbíll Strandasólar.
1 af 2

Nú í dag eru björgunarsveitir víða af landinu að koma á Tækjamótið í Trékyllisvík,en einhverjar deildir komu í gær. Reiknað er með að komi hátt í þrjú hundruð manns á um 50 til 60 bílum,og með 70 snjósleða. Einnig koma 4 snjóbílar og sex fjórhjól eru skráð. Fólksfjöldi í Árneshreppi mun margfaldast um helgina. Ferðin norður á Strandir hefst á morgun á Eyrarhálsi og keyrt á bílum til Ófeigsfjarðar og eða á vélsleðum,farið verður á Drangajökul.

Á verkefnalista á tildæmis að fara norður í Furufjörð á Ströndum og setja skýlið sem fauk þar af grunni á dögunum,en er mikið til heilt,á grunninn aftur. Einnig verður farið í Bolungarvík á Ströndum og athuga þar með foktjón og loka ef eitthvað er opið,en vitað er um eitthvert foktjón þar. Og fara í Barðsvík og athuga með björgunarskýli þar. Og einnig að athuga með hús og búnað í Hornvík,og einnig í Hrafnfjörð að athuga með björgunarskýli og hús á svæðinu. Farið verður í Reykjarfjörð niðri og jafnvel farið í sund þar. Á Laugardagskvöld verður matur í félagsheimilinu.

Feisbóksíða Tækjamót Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er hér:

https://www.facebook.com/groups/365457266983528/368169620045626/?notif_t=group_activity

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Allt sett í stóra holu.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
Vefumsjón