Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júní 2015
Prenta
Strandafrakt byrjuð í áætlun.
Í gær miðvikudaginn 3. júní var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar með flutningabíl til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Einnig hefur Strandafrakt verið að flytja fisk á markað eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveiðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar, en þær veiðar hafa gengið ílla undanfarna daga vegna ótíðar. Eins og undanfarin ár mun póstur koma með bílnum á miðvikudögum. Það var slæm færð norður í gær og þurfti Vegagerðin að moka norður talsverðan snjó.