Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júní 2015
Prenta
Bændur loks búnir að bera á tún.
Bændur hér í Árneshreppi fóru ekki að bera tilbúin áburð á tún fyrr en uppúr miðjum mánuði enda var þá verið að sleppa fé úr túnum,þetta er um hálfum mánuði seinna en í venjulegu árferði. Tún er nú farin að taka vel við sér, enda hefur verið smá rekja undanfarna daga í þokuloftinu þótt mjög kalt sé í þokunni við sjóinn. Úthagi er farin að grænka svolítið en ekki orðin góður enn. Útilokað er að segja til um hvernig grasspretta verður á þessu sumri ennþá. Yfirleitt hefur öllum vorverkum seinkað hjá bændum um hálfan mánuð til þrjár vikur. Nú vandaði bara smá vætu og hlýrra veður.