Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. september 2015
Prenta
Heimasmalanir byrjuðu um helgina.
Um síðustu helgi byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín. Á laugardaginn 5. september voru smalaðir Árnesdalurinn og Bæjardalurinn og Skörðin, rekið inn í Árnesi og í Bæ. Í gær var smalað á Kjörvogi og Reykjanesströndin og Hyrnan til Litlu- Ávíkur í dag. Á morgun verður smalað frá Ávikurdal og Stóra- Ávíkurland og til Finnbogastaða. Á Melum verður smalað á miðvikudag eða á fimmtudag. Norðar í hreppnum verður smalað eftir fyrri leitir sem eru á föstudaginn 11 og laugardaginn 12 september, það er Ófeigsfjarðasvæðið. Miðað við fyrstu vigtanir virðist lömb léttari en venjulaga. Kannski ekkert skrýtið eftir slæmt vor og sumar. Loksins þegar þarf að smala er komin sumarhiti.