Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 6. desember 2015
Prenta
Ofsaveðri er spáð á morgun.
Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri á morgun, en á Ströndum byrjar ekki að hvessa fyrr en eftir miðjan dag að einhverju ráði. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra frá Veðurstofu Íslands:
Minnkandi norðanátt og léttir til, en sunnan 3-8 síðdegis. Frost 2 til 10 stig. Suðaustan 8-13 og skýjað á morgun. Vaxandi austanátt síðdegis, víða 28-33 annað kvöld með snjókomu og hita um frostmark.