Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. október 2015 Prenta

Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi.

Verður sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.október kl:18:00.
Verður sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.október kl:18:00.
1 af 2

Ferðin heim smásögur úr Árneshreppi á Ströndum verður frumsýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22. október klukkan 18:00.

María Guðmundsdóttir ljósmyndari og fyrrverandi fegurðardrottning og fyrirsæta hefur verið við myndatökur í Árneshreppi síðastliðin fjögur ár að kvikmynd sem hún nefnir Ferðin heim - smásögur úr Árneshreppi á Ströndum. En María Guðmundsdóttir var alin upp í Djúpavík hjá fósturmóður sinni og fósturföður. María vann myndina ásamt Vígdísi Grímsdóttur rithöfundi, en Vígdís sá um að taka flest viðtölin í myndinni ásamt Önnu Dís Ólafsdóttur sem er handritshöfundur myndarinnar. Myndin er samansett úr stuttum aðskildum smásögum. Viðfangsefni hverrar sögu eru margvísleg hugðarefni ábúenda hreppsins, svo sem álagabletti, huldufólk og mörgu öðru. Myndin var frumsýnd í félagsheimilinu í Árneshreppi 1. maí í vor, fyrir Árneshreppsbúa, en flestir hreppsbúar með fasta búsetu koma fram í myndinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
Vefumsjón