Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. september 2015
Prenta
Jarðstrengur lagaður í Ávíkurá.
Orkubúið á Hólmavík byrjaði á föstudaginn var að grafa niður rafmagnsjarðstrenginn í Ávíkurá, þar sem áin ruddi ofan af honum í miklu vatnsflóðunum 28. ágúst síðastliðinn. Jarðstrengurinn slitnaði ekki en áin ruddi langt undir hann, þannig að strengurinn var sumstaðar á lofti. Nú voru brotnar klappir til að koma strengnum lengra niður. Klárað var í dag að koma jarðstrengum niður og moka yfir hann.
Þeir hjá Orkubúinu voru búnir fyrir helgi að taka loftlínuna og gömlu rafmagnsstaurana niður á Gjögursvæðinu.
Nú í vikunni verður lagt rafmagn í Björgunarsveitarhúsið í Trékyllisvík. Einnig þurfa orkubúsmenn að fara með beltagröfu norður á Fellshlíð til að laga staura þar eftir skriðuföllin þar í daginn.