Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. janúar 2017
Prenta
Mikið áfall fyrir hreppinn.
Það hefur margt skeð í hreppnum á liðnu ári þegar vefurinn lá niðri. Mesta áfallið fyrir byggðina í Árneshreppi var þegar hætt var búskap á þrem bæjum alveg síðastliðið haust. Það voru bæirnir Finnbogastaðir og Bær í Trékyllisvík og Krossnes, en þar var hætt búskap en ekki búsetu. Einnig hætti annar bóndinn búskap í Árnesi, en bóndi þar fóðrar nokkrar kindur fyrir hann, en það fólk flutti í burtu. Nú er einungis sauðfjárbúskapur á Kjörvogi, Litlu-Ávík, Árnesi II, Melum I og II og á Steinstúni, eða á sex bæjum. Jarðirnar Finnbogastaðir og jörðin Bær ásamt húsum hafa verið settar á söluskrá.