Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. janúar 2017 Prenta

Rafmagnsreikningurinn hækkar.

Rafmagn hækkar til almennings. Orkumælir.
Rafmagn hækkar til almennings. Orkumælir.

Gjaldskrár Orkubús Vestfjarða hækka frá og með 1. janúar 2017.  Þannig hækkar gjaldskrá fyrir dreifingu raforku um 7% en 4% fyrir sölu.  Niðurgreiðslur vegna húshitunar hækka einnig þann 1. janúar og dregur hækkunin úr kostnaðaraukningu heimila.

Áhrif hækkunarinnar á heildarorkukostnað heimila verða minnst hjá heimilum í þéttbýli sem nota fjarvarma til upphitunar, eða 2,1%, en hækkun hjá þeim sem nota rafmagn til upphitunar verður 4,5% í þéttbýli en 5% í dreifbýli.

Helsta ástæða hækkunarinnar er 13% hækkun á flutningi raforku hjá Landsneti sem er innifalin í hækkun Orkubúsins fyrir dreifingu,  ásamt almennum kostnaðarhækkunum og hækkun launa.

Sjá nánar hér á OV.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
Vefumsjón