Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. janúar 2017
Prenta
Rafmagnsreikningurinn hækkar.
Gjaldskrár Orkubús Vestfjarða hækka frá og með 1. janúar 2017. Þannig hækkar gjaldskrá fyrir dreifingu raforku um 7% en 4% fyrir sölu. Niðurgreiðslur vegna húshitunar hækka einnig þann 1. janúar og dregur hækkunin úr kostnaðaraukningu heimila.
Áhrif hækkunarinnar á heildarorkukostnað heimila verða minnst hjá heimilum í þéttbýli sem nota fjarvarma til upphitunar, eða 2,1%, en hækkun hjá þeim sem nota rafmagn til upphitunar verður 4,5% í þéttbýli en 5% í dreifbýli.
Helsta ástæða hækkunarinnar er 13% hækkun á flutningi raforku hjá Landsneti sem er innifalin í hækkun Orkubúsins fyrir dreifingu, ásamt almennum kostnaðarhækkunum og hækkun launa.