Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2017
Prenta
Opnað til Árneshrepps.
Vegagerðin á Hólmavík er að opna veginn norður í Árneshrepp, ekki er um mikinn snjó að ræða „segir vegaverkstjóri, þetta er bara svona rétt yfirferð, segir hann“. Oddviti Árneshrepps bað um þennan mokstur og á kosnaður við hann á að skiptast jafnt á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins Árneshrepps. Nú sem af er vetri hefur það verið í fyrsta sinn að mokað er innansveitar ef þarf á morgnana frá Trékyllisvík og til Norðurfjörður, til þess að börnin komist í skólann, það er mikil breyting frá því í fyrra vetur, og mikið fagnaðarefni.