Nefnd um einkarekna fjölmiðla.
Fréttatylkinning
Í lok árs 2016 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nefnd til að gera „tillögur um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi og tryggja að hér á landi fái þrifist fjölbreyttur markaður frjálsra fjölmiðla með tilliti til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir lýðræðisþróun og samfélagsumræðu,“ eins og segir í erindisbréfi til nefndarmanna.
Tilefni nefndarskipunarinnar er meðal annars áskorun stjórnenda einkarekinna fjölmiðla í byrjun júlí sl. um að stjórnvöld geri „nauðsynlegar, málefnalegar og tímabærar breytingar á íslenskri löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði“.
Nefndarmenn hafa farið yfir efnistök og afmörkun vinnunnar og telja nauðsynlegt að fá fram sjónarmið hagsmunaaðila sem tengjast rekstri einkarekinna fjölmiðla. Kallað er eftir tillögum um breytingar á íslenskri löggjöf og aðrar aðgerðir sem eiga að stuðla að því markmiði sem kemur fram í erindisbréfi og áskorun til stjórnvalda.
Með bréfi þessu er óskað eftir tillögum frá þínum fjölmiðli. Nefndin mun m.a. nota þau gögn sem hún fær send til að vinna skýrslu um hugsanlegar aðgerðir til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Samandregnar niðurstöður úr innsendum erindum verða birtar í skírslunni en tillögur verða ekki sundurgreindar eftir miðlum.
Frestur til að skila tillögum til nefndarinnar er til og með þriðjudeginum 7. febrúar 2017. Senda skal tillögur í tölvupósti til formanns nefndarinnar, Björgvins Guðmundssonar, á netfangið bjorgvin@kom.is eða bréfleiðis til menntamálaráðuneytisins merkt nefndinni (nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla).
F.h. nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla,
Björgvin Guðmundsson
Aðrir nefndarmenn eru:
Elfa Ýr Gylfadóttir
Hlynur Ingason
Soffía Haraldsdóttir
Svanbjörn Thoroddsen
Vefstjóri Litlahjalla hefur svarað erindi Björgvins, og skorar á aðra miðla að gera slíkt hið sama, hvort miðlarnir séu litlir eða stórir.