Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. febrúar 2017
Prenta
Ótrúlegt veðurfar.
Það hefur verið ótrúlegt veðurfarið sem af er febrúar. Jörð á láglendi var rétt flekkótt fyrstu þrjá daga mánaðar og síðan auð, og lítill snjór í fjöllum. Mest hafa verið ríkjandi suðlægar vindáttir, með hvassviðri stundum. Hitinn hefur aðeins einu sinni í mánuðinum farið niður í frostmark, og mest í níu stig. Annars hefur hitinn verið þetta þrjú til sjö stig. Vegur norður í Árneshrepp hefur verið greiðfær að mestu þennan mánuðinn, og núna eftir vef Vegagerðarinnar er vegurinn talin auður, merktur grænn.