Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. febrúar 2017 Prenta

Ársáætlun um heildargreiðslur til sauðfjárbænda.

Ársáætlun um heildargreiðslur í sjónmáli.
Ársáætlun um heildargreiðslur í sjónmáli.

Tilkynning frá Mast í dag:

Matvælastofnun hefur unnið að gerð ársáætlunar um heildargreiðslur til sauðfjárbænda, sem kveðið er á um í reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016. Ársáætlunina skal Matvælastofnun byggja á framleiðslu fyrra árs, fjölda vetrarfóðraðra kinda í haustskýrslu, skráðu greiðslumarki í ærgildum í upphafi árs og fjárlögum ársins. Heildargreiðslur til nýliða skal áætla út frá ærgildum og fjölda vetrarfóðraðra kinda samkvæmt haustskýrslu í Bústofni. Ef nýliði tekur við búi í fullum rekstri er Matvælastofnun heimilt að áætla greiðslur miðað við síðasta framleiðsluár fyrri eiganda. Heildargreiðslur taka til beingreiðslna, gæðastýringargreiðslna, greiðslna fyrir ullarnýtingu og greiðslna vegna svæðisbundins stuðnings. Heildargreiðslu ársins skal deila í 12 jafna hluta. Fyrstu tveir hlutar eru greiddir í febrúar og síðan mánaðarlega til og með desember. Áætlun fyrir beingreiðslur liggur fyrir og fengu bændur greiddar beingreiðslur tveggja mánaða þann 1. febrúar 2017.

Ársáætlun verður sent með rafrænu bréfi til allra í dag og geta bændur nálgast hana á Bændatorginu undir liðnum Rafræn bréf. Matvælastofnun sendir áætlunina einnig til allra í venjulegum pósti í næstu viku. Um 350 bændur eru rétthafar svæðisbundins stuðnings, sem er nýr styrkjaflokkur. Matvælastofnun byggir á lista frá Byggðastofnun og barst stofnuninni endanlegur listi í lok síðustu viku. Þá hafa um 30 bændur sent Matvælastofnun erindi þar sem farið er fram á að stofnunin nýti heimildarákvæði reglugerðar um að njóta þessa stuðnings vegna lokunar þjóðvegar. Svæðisbundinn stuðningur verður ekki hluti af fyrstu útgáfu af ársáætlun en verður bætt við þegar lokið hefur verið við að afgreiða beiðnir um undanþágur.

Bændur hafa 20 daga til gera athugasemdir við ársáætlunina. Matvælastofnun hefur engu að síður ákveðið að hefja stuðningsgreiðslur í samræmi við ársáætlunina eigi síðar en 1. mars nk. Í næstu viku fá sauðfjárbændur greiddar gæðastýringargreiðslur og beingreiðslur í ull fyrir mánuðina janúar og febrúar. Bændur eru vinsamlegast beðnir um að koma athugasemdum um áætlunina sem allra fyrst til Matvælastofnunar svo bregðast megi við áður fyrir 1. mars. Rétt er að vekja athygli á því að um áætlun er að ræða og því er mikilvægt að hún endurspegli sem best hugsanlega framleiðslu búsins, því endanlegt uppgjör verður gert í febrúar á næsta ári. Matvælastofnun er heimilt að leiðrétta áætlun um heildargreiðslur til framleiðenda ef forsendur greiðslna breytast. Stuðningsgreiðslur eru inntar af hendi með fyrirvara um að framleiðandi fullnægi skilyrðum um stuðningsgreiðslur sem koma fram í reglugerð. Uppgjör á heildargreiðslum fyrra árs skal fara fram í febrúar árið eftir. Þá verða greiðslur til framleiðenda leiðréttar í samræmi við raunverulega framleiðslu ársins og vegna annarra breytinga á for­sendum heildargreiðslna, svo sem ef þeir standast ekki skilyrði fyrir álagsgreiðslu í gæðastýrðri sauðfjár­framleiðslu. Framleiðanda er skylt að endurgreiða stuðningsgreiðslur ef þær reynast byggðar á röngum eða brostnum forsendum að hluta til eða að öllu leyti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
Vefumsjón