Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. apríl 2017
Prenta
Flug tókst á Gjögur.
Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag um eitt leitið. Flug til Bíldudals og Gjögurs var sameinað, og fór vélin fyrst á Bíldudal og síðan á Gjögur. Það er óhætt að segja að þetta flug hafi rétt sloppið, því á meðan að verið var að afhlaða vélina fór að snjóa og talsverð snjókoma komin þegar flugvélin fór í loftið aftur. Og nú er bullandi snjókoma í hægum vindi, svona hundslappadrífa, aðeins snjóaði fyrir hádegið, en núna talsverð rétt fyrir fjögur. Þetta gæti breyst í slyddu í kvöld. En nú virðist vetur konungur vera komin þegar á að fara að vora. Enn þetta er ekkert óvanalegt hér á Ströndum. Síðast var flogið til Gjögurs þriðjudaginn 28 mars, alltaf ófært vegna veðurs.