Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. apríl 2017 Prenta

Lambadrottning og Lambakóngur.

Fríða með drottninguna og kónginn. Mynd Hulda Björk.
Fríða með drottninguna og kónginn. Mynd Hulda Björk.

Á Steinstúni við Norðurfjörð bar ærin Fríða tveim lömbum, gimbur og hrútlambi í fyrradag, eru þetta fyrstu lömbin þar. Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi kallar lömbin því lambadrottningu og lambakóng sem vonlegt er. Ærin Fríða hafði gengið við eyðibýlið Fell eða í svonefndum Fellsskriðum og náðist ekki í hús fyrr enn í byrjun nóvember ásamt fleira fé, hrútur var í þeim hóp. „Gulli segir að þetta hafi ekki komið sér á óvart því að þetta kom fram í ómskoðuninni í daginn þegar fósturvísar voru taldir, einnig segir Gulli að þar hafi komið fram að þrjár aðrar ær ættu að bera nú í apríl, einmitt sem voru í þessum hóp.“ Ekki er vitað annað en þetta séu fyrstu lömb í Árneshreppi. En hefðbundinn sauðburður hefst svo í byrjun maí, og að fullu um tíunda maí.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
Vefumsjón