Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. september 2017 Prenta

Kallað eftir umsækjendum í Strauma.

Straumar eru verkefni sem er ætlað listafólki á aldrinum 20-35 ára, ættuðu af Vestfjörðum. Tilgangur verkefnisins er að bjóða ungu listafólki sem hefur flust burt að koma aftur heim og fremja eða sýna list sína á heimaslóðum.

Vonast er til þess að til verði hópur listafólks úr ólíkum listgreinum sem eigi samtal og hugsanlega samvinnu um listgjörning sem verði fluttur á Vestfjörðum og jafnvel víðar. Tilgangurinn er ekki að telja listafólkið á að flytja aftur heim, en hins vegar gæti verið afar áhugavert að sjá túlkun þess á hugtakinu heim. Hvernig speglast uppruninn í verkum listafólks? Hvaða máli skiptir hvaðan fólk kemur?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á www.vestfirdir.is/straumar. Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. september.

Nánari upplýsingar:

Skúli Gautason

menningarfulltrúi Vestfjarða

Þróunarsetrinu, 510 Hólmavík

s. 896 8412

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón