Hættir sem póstur eftir rúmlega 21. árs starf.
Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hætti sem póstur í Árneshreppi formlega þann 1 nóvember síðastliðin Jón er búin að vera póstur frá maí 1996 og þá fyrst hjá Pósti og síma, síðan hjá Íslandspósti. Eða alls í tuttugu og eitt ár og fimm mánuði. Fyrst voru póstferðirnar frá póststöðinni í 523 Bæ í Trékyllisvík á Gjögurflugvöll og til baka með póstinn þangað og póst sem hélt svo áfram á 524 Norðurfjöður, en annar póstur sá um þá dreifingu þangað. Jón dreifði síðan póstinum á bæi í Trékyllisvík og út í Ávíkurbæina.
Eftir að bréfhirðingunni á 522 Kjörvogur og 523 í Bæ voru lagðar niður og öll bréfhirðing var færð á 524 Norðurfjörð, en breyttist þá í 524 Árneshreppur og allir hreppsbúar voru með sama póstfang, tók Jón G við allri dreifingu á pósti í hreppnum nema Djúpavík. Sækja póst til Norðurfjarðar og fara með á flugvöllinn á Gjögri og taka þá póstinn sem kom að sunnan til Norðurfjarðar og lesa í sundur og dreifa síðan á bæina. Eftir upplýsingum
Meira