Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2017

Veðrið í Október 2017.

Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.
Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum, mest hafáttir til fjórða. Þá gerði suðlægar vindáttir frá 5 til 10, með hægviðri og úrkomu á köflum og hlýju veðri. Þann 11 til 13 voru norðlægar vindáttir með allhvössum vindi og eða hvassviðri með rigningu, og svalara veðri. Frá 14 til 21 voru mest hægar suðlægar vindáttir, með mest hlýju veðri, miðað við árstíma. Frá 22 til 25 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og svalara veðri. Þá gerði suðvestanátt í tvo daga, þar sem vindur náði stormstyrk þann 26. Þann 28 var skammvinn norðlæg vindátt með kaldara veðri en úrkomulausu. Síðustu þrjá daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. En um kvöldið þann 31 var komin norðan með rigningu og snarkólnandi veðri.

Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni þann 14.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. október 2017

Verslunarstjórinn kominn.

Ólafur og Sif.
Ólafur og Sif.

Nú undir kvöld kom Ólafur Valsson og kona hans Sif Konráðsdóttir í sveitina með búslóð og annað sem fylgir flutningum á nýjar slóðir. Ákveðið er að opna nýja verslun á Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu á miðvikudaginn þann fyrsta nóvember. Flutningabíll frá Strandafrakt kemur þann dag í aukaferð með fyrstu vörur í hina nýju verslun. Þetta er mikill léttir fyrir hreppsbúa að verslun komi aftur á staðinn.

Í fjarveru Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita, var það


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. október 2017

Viðvörun vegna SV storms.

Vindaspá á miðnætti annað kvöld.
Vindaspá á miðnætti annað kvöld.

Þá eru haustlægðirnar að koma inn hver af annarri með mismunandi vindstyrk. Nú strax á morgun fer að hvessa af suðvestri. Veðurstofa Íslands er að gera ráð fyrir allhvössum vindi eða hvassviðri með miklum stormkviðum á Ströndum og austur í Skagafjörð, annað kvöld, Jafnavindur gæti verið í um 18 til 26 m/s sumstaðar og kviður allt í 40 m/s þar sem vindur er af fjöllum, sérstaklega á Ströndum og víða á þessu spásvæði. Á föstudag fer að draga jafnt og þétt úr vindi eftir því sem líður á daginn.

Á laugardag kosningardag


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. október 2017

Kjörstaður opnar kl. 09:00.

Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.
Kosið verður í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Við kosningar til Alþingis, sem fram eiga að fara laugardaginn 28. október 2017, verður kjörstaður í Árneshreppi í Félagsheimilinu í Trékyllisvík. Kjörfundur hefst þar kl. 8.30 og kjörstaður verður opnaður kl. 9.00. Kjörfundi lýkur kl. 17.00. Frá


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. október 2017

Haustmyndir.

Trékyllisvík.
Trékyllisvík.
1 af 9

Nú er haustið komið fyrir nokkru milt og gott sem af er hið minnsta. Haustlitirnir eru oft fallegir og gott og vinsælt myndefni. Myndatökumaður Litla-Hjalla gaf sér tíma nú eftir hádegið til að fanga eitthvað á mynd með mismunandi árangri, en birtuskilyrði geta verið misjöfn þótt bjartur dagur sé. Myndatökumaður lætur þessar níu


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. október 2017

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi.

Fundarmenn.
Fundarmenn.

Á fyrsta verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi sem haldinn var þriðjudaginn 3. október í félagsheimilinu í Árnesi bar mörg mál á góma. Farið var yfir niðurstöður íbúaþings frá því í júní, stöðuna í Árneshreppi og rætt um næstu skref í verkefninu.

 

Í júní síðastliðnum stóðu Árneshreppur, Byggðastofnun og Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir íbúaþingi í Árneshreppi sem var ágætlega sótt og umræður voru fjörugar. Í framhaldi af því endurnýjaði hreppurinn umsókn sína til Byggðastofnunar, um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir og var sú umsókn samþykkt á fundi stjórnar stofnunarinnar í ágúst s.l. Í framhaldi af því var skipuð verkefnisstjórn sem nú hefur tekið til starfa og á næstu dögum verður gerður formlegur samstarfssamningur um verkefnið, svipað og gert hefur verið á öðrum svæðum Brothættra byggða.

 

Úrbætur í samgöngum voru talsvert ræddar á fundinum, ekki síður en á íbúaþinginu. Brýnast þykir að staðið verði við þau áform Vegagerðarinnar að hefja vinnu við endurnýjun vegarins yfir Veiðileysuháls árið


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. október 2017

Snjór í fjöllum.

Það snjóaði í fjöll í nótt.
Það snjóaði í fjöll í nótt.
1 af 3

Ekkert hefur orðið af skriðföllum og eða þessari miklu úrkomu sem haldið var fram í veðurspám undanfarna daga hjá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og norðurland vestra, nema austast á spásvæðinu, nema hér í Litlu-Ávík sem var mesta úrkoma 18,0 mm á landinu á mönnuðum veðurstöðvum í morgun og ekki er vitað um nein skriðuföll á svæðinu. Veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur ekki tekið saman úrkomuna á þessu svæði en fyrir sjálfvirkar úrkomumælingar á þessu spásvæði enn.

Fyrsti snjór var í morgun í fjöllum, og hefur snjóað niðurundir lálendi í nótt. Aðfaranótt 26 september snjóaði fyrst í fjöll í fyrra. Auðvitað gæti hafa verið snjór í fjöllum í gærmorgun,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. október 2017

Úrkomu og skriðuhætta.

Úrkoma varð mikil á Ströndum í seint í ágúst 2015.
Úrkoma varð mikil á Ströndum í seint í ágúst 2015.

Veðurstofa Íslands hefur verið með viðvörun vegna úrkomu og skriðfalla á spásvæði sínu fyrir Strandir og norðurland vestra frá því í gær. Ekki hefur þessi spá enn ræsts, nema austast á spásvæðinu. Og en er reiknað með svipuðu veðri á þessu svæði fyrir úrkomu og jafnvel skriðföll, sem gætu orðið ef úrkomuspá rætist á þessum svæðum. Úrkoma hefur verið mjög misjöfn á þessu spásvæði bæði á mönnuðum stöðvum og sjálfvirkum úrkomumælingum, sem eru orðnar allnokkrar á þessu svæði.

Nú fyrr í kvöld hefur verið ákveðið eftir fund sérfræðinga,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. október 2017

Dýralæknir ætlar að opna verslun í Árneshreppi.

Kaupfélagshúsið Norðurfirði í Árneshreppi.
Kaupfélagshúsið Norðurfirði í Árneshreppi.

Nýr kaupfélagsstjóri tekur til starfa í Norðurfirði í Árneshreppi 1.nóvember n.k. Þar sem kaupfélag KSH á Hólmavík ákvað að leggja niður útibúið í Norðurfirði auglýsti hreppsnefnd nú í september eftir nýjum rekstraraðila.

Nú hefur verið ráðinn til starfsins Ólafur Valsson, sem er dýralæknir að mennt og starfaði við það um árabil á sínum yngri árum, m.a. í Strandasýslu með aðsetur á Hólmavík. Hann þekkir því nokkuð til svæðisins. Hann hefur enn fremur verið héraðs dýralæknir í Eyjafjarðarsýslu og víðar í um hálfan annan áratug. Hann starfaði í áratug við framfylgni reglna um matvælaöryggi og fleira á erlendri grund og síðustu fimm ár við ráðgjafarstörf á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðarmála víða um lönd. Sem ungur


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2017

Verslun mun opna aftur.

Kaupfélagshúsið Norðurfirði.
Kaupfélagshúsið Norðurfirði.

Nú lítur út fyrir að verslun muni opna aftur í Árneshreppi um næstu mánaðamót. Nýr aðili hefur ákveðið að opna verslun aftur á Norðurfirði fyrsta nóvember næstkomandi. Oddviti Árneshrepps hefur staðfest þetta við fréttavefinn Litlahjalla. Ekki er hægt en að segja frá því hver það er sem ætlar að opna verslun á ný í Árneshreppi að svo stöddu, og hvernig fyrirkomulag rekstrarins verður.

Útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði í Árneshreppi


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
Vefumsjón