Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. september 2017

Borgarísjakinn kominn nær landi.

Borgarísjakar eru oft tignarleg sjón.
Borgarísjakar eru oft tignarleg sjón.
1 af 3

Borgarísjakinn sem sást frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í gær er komin nær landi og færst aðeins austar, er svona 2 km frá landi við svonefndan Nestanga við Litlu-Ávík. Jakinn hefur brotnað mikið og bráðnað síðan í gær. Myndatökumaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. september 2017

Borgarísjaki.

Borgarísjakinn sést vel frá Litlu-Ávík.
Borgarísjakinn sést vel frá Litlu-Ávík.

Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í morgun. Jakinn er ca um 18 km NNA af Nestanga við Litlu-Ávík, og ca 8 km A af Sæluskeri (Selskeri.) Send var hafístilkynning á Hafísdeild Veðurstofu Íslands, um kl 10:38. Hann náðist sæmilega á mynd. Þann tuttugasta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. september 2017

Réttað í Kjósarrétt.

Nóg af fólki en fátt fé.
Nóg af fólki en fátt fé.
1 af 4

Réttað var í Kjósarrétt í Reykjarfirði í dag eftir að leitað var Reykjarfjarðarsvæðið. Áður var smalað alveg frá Kaldbaksvík og í Veiðileysu og rekið var í rétt þar á fimmtudaginn. Í gær var smalað í kringum Kamb og til Djúpavíkur og rekið inn í Kjósarrétt. Þessi svæði sem smalað var á fimmtudag og föstudag voru ekki skylduleitarsvæði, enn í dag voru þetta lögskipaðar leitir. Smalamenn fengu mjög gott veður á fimmtudag og sæmilegt í gær, en einhver smá væta var. Í dag fengu leitarmenn rigningu frá hádegi, talsverð rigning þegar verið var að draga féið í réttinni. Mikið færra fé var í þessum smálamenskum miðað við síðustu ár.

Þrír þýskir smalar leituðu fyrir Sigurstein


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. september 2017

Borgarísjaki sést.

Borgarísjakinn.
Borgarísjakinn.

Svohljóðandi hafísfrétt var send Veðurstofu Íslands. Hafísdeild, frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík um 14:30 í dag: Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 14:30:

Borgarísjaki nokkuð stór sést frá stöðinni. Jakinn er ca 20 til 22 km NNA af Reykjaneshyrnu og ca 7 til 8 km austur af Sæluskeri (Selskersvita). Jakabrot geta


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. september 2017

Búið að opna tilboð í Bjarnarfjarðarbrú.

Nýji vegurinn yfir Bjarnarfjarðarháls.
Nýji vegurinn yfir Bjarnarfjarðarháls.

Tilboð opnuð 12. september 2017. Smíði nýrrar brúar á Bjarnarfjarðará á Strandavegi 643 í Strandasýslu.

Brúin er 140 m vestan núverandi brúar á Bjarnarfjarðará. Brúin verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur höfum 25 m löngum. Hún verður með 8,0 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar er 9,0 m.    

Helstu magntölur eru:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. september 2017

Réttað í Melarétt 2017.

Fé kemur að rétt.
Fé kemur að rétt.
1 af 7

Í dag var réttað í Melarétt eftir að norðursvæðið var leitað í dag og í gær. Nú er fátt fé sem kemur í réttina, eftir að bændum og fé fækkaði í fyrra. Leitarmenn fengu þurrt veður í gær við leitirnar, enn í dag var hvass af suðvestri og smá skúrir, en mikill hiti. Leitarstjóri segir það hafi smalast vel, en fé haldi sig hátt og vill ekki niður í þessum hita. Eitthvað var um að fé hrapaði í klettum.

Það komu góðir gestir í réttina, það voru þeyr Hilmar Hjartarson sem er kenndur við Steinstún með harmonikku og Ágúst Guðmundsson kenndur við Kjós, með gítar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. september 2017

Heimasmalanir.

Verið að vigta lömb í Litlu-Ávík. Þar vigtaðist vel.
Verið að vigta lömb í Litlu-Ávík. Þar vigtaðist vel.
1 af 3

Í síðustu viku byrjuðu bændur að smala heimalönd sín, inní dali og upp til fjalla, og hefur það gengið misjafnlega, oft líka þokuloft og súld og lágskýjað. Í dag er búið að smala á öllum bæjum, auðvitað vantar en fé af heimalöndum bænda. Á mánudaginn komu tveir fjárbílar frá Hvammstanga að sækja sláturlömb frá tveim bæjum.

Það sem er búið að vigta á fæti er svona sæmilegt,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. september 2017

Kallað eftir umsækjendum í Strauma.

Straumar eru verkefni sem er ætlað listafólki á aldrinum 20-35 ára, ættuðu af Vestfjörðum. Tilgangur verkefnisins er að bjóða ungu listafólki sem hefur flust burt að koma aftur heim og fremja eða sýna list sína á heimaslóðum.

Vonast er til þess að til verði hópur listafólks úr ólíkum listgreinum sem eigi samtal og hugsanlega samvinnu um listgjörning sem verði fluttur á Vestfjörðum og jafnvel víðar. Tilgangurinn er ekki að telja listafólkið á að flytja aftur heim


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. september 2017

Harpað fyrir Vegagerðina.

Harpað í Urðunum.
Harpað í Urðunum.
1 af 2

Verktakafyrirtækið Tak ehf frá Borgarnesi hefur verið og er að harpa möl fyrir Vegagerðina á Hólmavík. Nú er verið að harpa í svonefndum Urðum, (Hlíðarhúsum) í Árneshreppi, þar sem vegurinn liggur til Norðurfjarðar, þar verður harpað 2.500 rummetrar.

Síðan verður harpað í Byrgisvík 3.000 rúmmetrar. Einnig verður harpað á Brimnesi í Eyjalandi í


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. september 2017

Tilkynning frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.
Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem fjárrekstur er.

Nú fer tími sauðfjársmölunar í hönd. Rétt er að minna, bæði smala og ökumenn, á að gæta varúðar og sýna gagnkvæma tillitssemi svo allt fari vel. Þannig er mikilvægt að þeir smalar sem nota ökutæki á vegi hagi akstri í samræmi við umferðarlög þannig að umferð gangi greiðlega fyrir sig. Sömuleiðis er mikilvægt að ökumenn sem leið eiga framhjá sauðfé í rekstri dragi tímanlega úr ökuhraða og sýni fé og smölum tillitssemi.

Lögreglunni hafa borist, í gegnum tíðina, kvartanir frá smölum um að ökumenn aki oft á tíðum hratt framhjá, þrátt fyrir að safn sé komið að vegi og smalar í kring,


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
Vefumsjón