Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 15. desember 2017
Prenta
Árneshreppur.
Sveitarfélagið Árneshreppur er nú farið að birta fundargerðir, á vef sínum, af fundum hreppsnefndar og er það mjög jákvætt og var komin tími á að gera það, eins og flest öll önnur sveitarfélög á landinu. Nú hefur vefurinn Litlihjalli sett inn tengil á vef Árneshrepps, og er tengillinn neðst vinstra megin á síðunni þar sjáið þið merki Árneshrepps hákarlinn, ef smellt er þar á farið þið inn á vef Árneshrepps. Einnig er tengill á hreppsvefinn undir tenglar hér á vefnum. Þið finnið svo lesendur góðir fundargerðirnar á vef Árneshrepps undir Þjónusta.