Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. nóvember 2017
Prenta
Vegurinn opnaður norður.
Í morgun byrjaði Vegagerðin að moka veginn norður í Árneshrepp, en búið er að vera ófært síðan norðanhvellin gerði á dögunum. Um talsverðan mokstur er um að ræða og tvö snjóflóð á Kjörvogshlíðinni. Vegurinn er orðin fær en verið er að moka útaf ruðningum.
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt er á leiðinni á flutningabíl, til að taka ull á þeim bæjum þar sem hún er tilbúin.