Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2017 Prenta

Fé tekið inn og klippt.

Gunnar að klippa, Sigursteinn tekur ullina.
Gunnar að klippa, Sigursteinn tekur ullina.
1 af 4

Nú eru bændur að taka fé á hús til að klippa (rýja) féið, best er að féið sé þurrt þegar klippt er. Það var byrjað að klippa fé hér í Árneshreppi árið 1966. Þá var lítil bensínmótor sem knúði klippurnar með barka, oft var þetta kallaður barkaklippu. Þessi litli mótor knúði tvær klippur, þannig að tveir gátu klippt í einu. Farið var á milli bæja með vélina og klippt, oft voru þetta 4 til 5 menn sem skiptust á að klippa. Síðan komu rafmagnsklippurnar og var það allt auðveldara í meðförum.

Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík hefur alltaf klippt fé frá því að það byrjaði í hreppnum, klippt fyrir sjálfan sig og aðra í sveitinni. Nú í vetur treysti hann sér ekki lengur að klippa, ekki einu sinni sitt eigið fé, enda orðin sjötíu og níu ára og hefur klippt í 51 ár. Það er oft talið merkilegt hvað hann hefur getað haldið þetta út svona lengi.

Nú fékk Sigursteinn Gunnar Dalkvist Guðjónsson fyrrum bónda í Bæ í Trékyllisvík til að klippa fyrir sig í vetur. Gunnar býr nú fyrir sunnan en kom norður um helgina til að klippa fyrir Sigurstein.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
Vefumsjón