Ekkert nema óþurrkur.
Bændur fengu vætu í hey sín í gærkvöldi sem var tilbúið til að rúlla. Það tókst reyndar að rúlla dálítið á Steinstúni, síðan var byrjað að rúlla á svonefndu Hjallatúni í Litlu-Ávík, og var það klárað, en komin súld um tíuleitið, það tún var klárað, en hætt var við tún sem átti að rúlla líka, enn þar liggur hey í görðum. Á Melum átti að rúlla, en þar liggur hey í flekkjum. Búið er að slá allt heima í Litlu-Ávík, og er verið að slá hjáleiguna Reykjanesið sem er á milli Litlu-Ávíkur og Gjögurs. Einnig eru bændur á Kjörvogi búin að slá allt. Mjög góð spretta er.
Þetta er bara alltaf óþurrkur, hægviðri, þokuloft og oft einhver úrkoma, og mjög rakt í veðri. Nema þegar gerði þessa suðaustan flæsu þann sautjánda, og var þá rúllað fram á nótt, og náðist þá vel þurrt hey í rúllur.