Rúllað í gærkvöld.
Mikill og góður þurrkur var í gær frá því um hádegið þegar gerði suðvestan kalda,9 til 15 metra í kviðum. Byrjað var að rúlla hér í Litlu-Ávík eftir kvöldmat. Rifjað var þrisvar í gær. Byrjað var síðan að raka saman í múga fyrir kvöldmat til að eiga til þegar rúlluvélin kom eftir mat. Þetta hey náðist nokkuð vel þurrt í rúllurnar. Þetta sem búið er að slá lofar upp á mjög góðan heyfeng á þessu sumri, mun meyri heyskap en í fyrra. Síðan var rúllað á Melum fram á nótt.
Víða hefur verið slegið í gær og rifjað. Það er sem bændur segja nóg var að nefna nafn Birtu veðurfræðings á nafn og þá kemur þurrkur. Fréttamaður man efir því að meðan að Kristin Hermannsdóttir veðurfræðingur var á veðurstofunni, bað ég hana að spá þurrki í rigningasumri, það gekk eftir. Gerðum við oft mikið grín að þessu. Mikill missir eru af þeirri góðu konu á Veðurstofu Íslands.